fbpx

MITT GUCCI

BEAUTY

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með tísku hvað Gucci virðist vera ofar öllu þessa dagana. Það er ekki svo auðvelt að vera all in í þessu trendi, því myndi fylgja mikið álag á fjárhaginn. Mér barst þó lítill pakki inn um dyrnar í gær sem gladdi tískuhjartað. Um er að ræða nýjan ilm frá Alessandro Michele, nefndur Gucci Bloom. Nafnið passar vel við ilminn sem flytur mann í dýrindis garð fullan af allskyns blómum og plöntum – er hægt að útskýra lykt þannig? Ég vona að þið skiljið …

Ilmurinn er heldur sterkur fyrir minn smekk, en ég er vön að vera með mjög létta ilmi. Ég þarf því að finna rétta tilefnið til að bera hann, kannski á næstunni þegar ég verð byrjuð að sakna sumarsins. Ég er voða glöð með þessa viðbót í ilmsafnið mitt sem er nýtt áhugamál undiritaðar.

Flaskan er falleg fyrir augað og fer vel við nýju (gömlu) Gucci töskuna mína sem ég fékk á slikk í second hand verslun á dögunum.

Það er margt frá Gucci á óskalista (sjá efst í pósti) en ég læt mér ilminn duga á meðan ég fylli sparibaukinn aðeins lengur. Mögulega eru einhverjir í sömu sporum þar.

//
Everybody that have some idea about fashion have noticed the big Gucci trend. It’s not so easy to participate because the wallet would suffer a lot. I got this small gift yesterday, new fragrance from Gucci, called Bloom. It takes you to some big garden with all kinds of plants and flowers – can you describe a fragrance like that?
Good addition to my collection and the bottle is beautiful.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LAUGARDAGS LÚKK

Skrifa Innlegg