Ég kom heim fyrir viku OG ÉG ER ENN BRÚNN.
Nei öllu gríni sleppt, ég hugsa stöðugt um þessa eyju. Ég veit að ég mun fara aftur, helst í sumar, eða haust. Ég held ég hafi aldrei verið eins afslappaður í lífi mínu.
Þessi dúlla tók vel á móti okkur þegar við gengum útaf hótelinu.
Það sem kom svolítið á óvart er hvað margir búa á eyjunni, en hún er gjörsamlega pínu lítil. Það mundi kannski taka klukkutíma að labba í kringum eyjuna eða eitthvað, kannski tvo. En þarna eru hús, og fjölskyldur og lítill skóli held ég. Þau búa við mikla fátækt sem er líka erfitt að horfa uppá.
Í þessum ágæta göngutúr vorum við á leiðinni til Sunset beach, og við héldum að við værum að fara í Lord of the Rings mission, svona fótgangandi, þá gerðum við okkur ekki grein fyrir stærð eyjarinnar. En þessi túr var tæpur hálftími. Frekar fyndið.
Bam! Sunset beach ..
Við fórum bara aftur heim eftir að við vissum hvar þessa strönd væri að finna og fórum aftur þegar sólin fór að setjast ..
Þetta þykir mér eflaust það erfiðasta við þetta allt saman. Hundarnir, ég reyndar keypti ógeðslega mikinn mat sem ég var með í töskunni til að gefa götu hundunum á næstum því hverju einasta kvöldi, svo ég gerði þó smá handa þessum litlu krúttum. Ef ég mætti ráða mundi ég taka þá alla með mér heim að knúsa þá.
Þetta var svo mikill lúxus, að hoppa útúr hótelinu og kaupa sér ferska ávexti. Ég keypti mér endalaust af þessum brúna ávexti sem sést neðst til hægri. Maður beit í svona pínu harða pínu moldaða skel og inní var silkisléttur fáranlega góður ávöxtur, bragðast eins og ekkert annað, og bara, damn. Veit einhver hvað þetta heitir?
Svalasti maður í Tælandi. Ég mætti honum fyrst niðrí bænum, og hann brosti til mín. Kannski af því ég starði á hann, óvart. En hann var frábær, og ég var búinn að vera á kajak yfir daginn þegar ég rakst á hann og spurði hvort ég mætti smella af mynd af honum, hann brosti bara aftur ..
Einum of flottur.
Ég er mesta kuldaskræfa í heiminum, og þarna á Koh Lipe var ekki í boði neitt heitt vatn SSSVO, ég þurfti að venjast köldum sturtum. SEM ÉG GERÐI. Sem ég hélt ég gæti aldrei, en í lokin fannst mér það geggjað. Svo gerði ég heiðarlega tilraun til að fara í kalda sturtu hérna heima, aint gonna happend.
Síðasti dagurinn á eyjunni áður en við fórum á Railay Beach ..
Skrifa Innlegg