Chelsea boots eru umræða dagsins í tískubabli vikunnar fyrir Lífið, fylgirit Fréttablaðsins.
Eitt af þínum skópörum í haust ætti án efa að vera „Chelsea boots“. Þetta er haust-trend sem kemur
til baka ár eftir ár með litlum sem engum breytingum. Svört ökkla- stígvél sem henta við öll tækifæri og virðast ganga við allavega fatn- að.
Eins gaman og það getur verið að bregða út af einfaldleikanum í klæðaburði þá höldum við okkur flestar niðri á jörðinni þegar kemur að skókaupum. Fallega einföld svört stígvél geta gefið lúkk sem dettur ekki úr tísku. Tímalaus kaup sem ganga vel við önnur trend sem koma og fara.
Í ár virðast skórnir vera ökklaháir, aðeins támjórri með þægilegum hæl sem gefur örlitla upphækkun – smá „sixties“ stíll. Það er þó margt í gangi og ekkert á bannlista, undirrituð mælir með að þau séu tekin sem klassískust. Þannig getur maður leyft sér að eyða aðeins fleiri krónum, keypt meiri gæði, spreyjað þau vel fyrir íslenskar aðstæður og átt þau í áraraðir.
Skoðið meðfylgjandi myndir og finnið ykkar Chelsea-stígvél.
Bianco
O.X.S. / 38 Þrep
Miista / Einvera
Vagabond / Kaupfélagið
Happy shopping!
xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg