Ég efa að það sé hægt að segja sprittnýr, ef einhverjir voru að velta því fyrir sér, sem sagt titillinn. Ég er orðinn svo internasjonal að ég heyrði þetta í sumar, og hef eiginlega sagt þetta síðan. “Vi har nemlig noget spritnyt musik til jer idag!”- Þetta heyrði ég átta sinnum í sumar, sami tónlistarmaðurinn sagði þetta uppá sviði, já, átta sinnum. Dansk slangur í boði mín allavega. Jæja, yfir í annað, þetta tengist viðfangsefninu akke neitt.
Ég er að reyna koma mér útúr allri svörtu gleðinni sem hrjáir mig varðandi klæðnað. Elísabet meira segja skammaði mig smá þegar ég sendi henni snap af farangrinum mínum, það var allt svar. Ég er búinn að kaupa mér tvær dökkbláar peysur svo ég er allur að koma til.
En þegar ég sá svarta og nýja týpu af Arnarhól þá ákvað ég að nýta gjafakortið mitt smá .. pow!
Brosmildur og glaður, eins og alltaf.
Skrifa Innlegg