Ég og Kasper áttum brjálaðslega tvo góða daga í Århus með Pöttru og Elmari. Ég er faktískt brjálaðslega hrifinn af Århus – ég gæti alveg hugsað mér búa þar. Förum yfir’etta ..
Café Englen – einum of næs!
Brunch á mig og Pöttru!
Burger með steik á K & E
.. og Ben & Jerry’s í eftirrétt! Anskotans lúxus.
.. og hótelið okkar krúttlega
.. og morgunmaturinn. Ég var mjög svangur, gráðugur, borðaði mjög mikið, ég borða yfirleitt ekki mikið, en ég borðaði gjörsamlega lífið úr mér þessa tvo daga. Og nei ég var ekkert rosalega pent in the process. Sorrý með mig.
Við erum ekkert mikið inní mátunarklefum saman, en það gerist bara þegar við förum í COS, ég veit ekki afhverju.
KEEEEEEILA ..
Ég get ekki munað hver var hvað, Elmar og Pattra voru top 2 og ég og Kasper vorum þarna að keppast um 3 og 4 sætið. Elmar og Pattra eru semsagt í bowling klúbbi þar sem þau æfa 5x í viku með fleiri keiluunnendnum. Það er reyndar ekki satt, en ég skil bara ekki hvernig þau BÆÐI gátu unnið okkur svona illa, það liggur allavega eitthvað á bakvið ..
Það var selfie stick á svæðinu – kemur í ljós að ég og selfie stick pössum vel saman.
Mjög vel, ég ákvað að taka bara tvær með en þær voru hátt yfir 60 og örugglega 20 hyperlapse video ..
Snapchattið var stútfullt af dansi videoum við Grease lög oooog svo margt fleira skemmtilegt.
Æ þetta var svo skemmtilegast í heimi. Selfiestickið, ég og hin 3.
Aldrei nóg af sósu, oniiii.
.. og alltaf gaman að sjá verkin sín! Þarna í verslunarmiðstöð í Århus! Pow ..
Skrifa Innlegg