Í fyrra blogginu deildi ég með Topman óskalistanum mínum, í dag var ég í fríi til hálf 5 og nýtti allan þann tíma að hoppa niðrá shopping street-ið sem ég fæ mig aldrei til að muna hvað heitir.
Ég kíkti inní Topman og því miður voru engar af þeim flíkum sem ég setti á bloggið hangandi. Frekar lítil, og frekar óspennandi. Verslunarstjórinn og ég höfum mjög ólíka skoðun um hvað er flott. Allavega, þýddi ekki annað að en að skoða þig aðeins betur um og ég endaði í Zara sem hefur ekki á neinn hátt valdið vonbrigðum í þessari ferð.
Varð þessum flíkum ríkari í gær.
Ég er ekki týpan sem kaupi mér mikið svo ég er ekkert smá ánægður að þurfa að setjast ofaná ferðatöskuna til að loka henn vegna of mikið af nýjum flíkum og mig grunaði aldrei að ég mundi aldrei vera í neinu galla að ofan, eeeen what’yaknow, ég elska þetta.
Klukkan er 04:06 að nóttu til á íslenskum tíma og tveimur tímum á undan hér, svo hér er mjög snemmt og ég draslaðist til að deila þessu með ykkur áður en ég fer í check out.
Ísland, hér kem ééég!
Skrifa Innlegg