Góða kvöldið. –
Sunnudagslúkkið var svona … andlitið falið bakvið brillurnar á nefinu.
Skyrta: Levis vintage – Buxur: Mango – Skór: Bianco
Getur það talist trend þegar ákveðinn vikudagur kallar á snúlla og gleraugu? Það gerist auðvitað ekki þægilegra og því kannski bara lúkk sem lifir og maður tekur þátt í með glöðu geði. Mínar brillur eru í sama lit og augun á mér – grænbrún. Ég var lengi að velja á milli þeirra eða klassísku svörtu á sínum tíma en var viss á því að ég vildi hafa umgjörðina grófa – þannig skapa þau karakter. Skemmtilegast væri auðvitað að eiga nokkur til skiptanna, en það kemur líklega með árunum. Hér að neðan eru nokkur sem veita innblástur.
Ég nota gleraugun sem nokkurs konar fylgihlut. Þau fríska uppá hversdagslega útlitið á réttum stundum. Það er ekki verra að mín eru íslensk hönnun frá: Reykjavik Eyes – Augað Kringlunni.
Notuð þegar við á … eins og í dag.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg