fbpx

Take Me To Church

INSPIRATIONMUSIC

Ballet-467 rs_560x415-150211144748-1024.sergei-dance-take-me-to-church2
VÁ!
Ég á engin orð yfir dansara sem varð á vegi mínum á andlitsbókinni í kvöld. Tónlistarmyndband sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið þar sem helstu erlendu miðlarnir spara ekki lofin á flutninginn. Ég er þar sama sinnis. Þetta eru hæfileikar.

Pressið á Play

 Sergei Polunin er rússneskur ballet dansari sem passar ekki beint inní staðal ímynd balletheimsins. Fyrir vikið verður hann enn áhugaverðari að mínu mati. Bad boy ballet flokksins með tattú, klæddur í nude og dansandi við þetta frábæra lag Hozier. Myndbandinu er leikstýrt af ljósmyndaranum David LaChapelle.

Hvernig getur hann dregið sig svona áfram á ristinni? Þetta þurfum við að æfa!

 Leyfum okkur að njóta í þessum draumaheimi sem okkur er boðið í hér að ofan …  svona rétt fyrir svefninn.

xx, EG

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LOKSINS Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg