fbpx

Hildur Yeoman: Yulia

FASHION WEEKÍSLENSK HÖNNUN

Það taka ekki allir íslenskir hönnuðir þátt í Hönnunarmars með því að ganga pallana á Reykjavik Fashion Festival laugardaginn 29.mars. Hildur Yeoman gerir hlutina öðruvísi í ár en hún frumsýnir nýja línu, “Yuliu” í Hafnarhúsinu degi fyrr eða föstudaginn 28.mars.

Á Facebook síðu atburðarins segir:

Ný lína Hildar Yeoman er sprottin út frá sögu Yeoman fjölskyldunnar. Langamma hennar Yulia, húsmóðir í New Jersey stakk af frá fjölskyldu sinni til að ferðast um Bandaríkin í félagskap utangarðsmanna á mótorhjólum. Frelsi einstaklingsins til að hafna borgarlegum lífsgildum er grunnþema sýningarinnar

Ótrúlega heillandi hvaðan hún tekur innblásturinn fyrir línuna. Amma hennar hefur greinilega verið mikill töffari og þema sýningarinnar hljómar áhugavert. Af því að ég verð nú á landinu, þá læt ég mig nú ekki vanta í þennan gleðskap. Hildur hefur hingað til gert hlutina vel og verður pottþétt áframhald á því með næstu línu.

Dálítið tryllt módel hér að ofan. Dansarinn og góðvinkona mín Þyri Huld Árnadóttir ansi flott, eins og vanalega.

Ég hlakka til.
Meira: HÉR

xx,-EG-.

BYRJA DAGINN MEÐ STYLE BY

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Margrét

    17. March 2014

    SVO SJÚK ÞESSI VINKONA OKKAR – woop woop

    **