Mér hefur þótt áberandi undanfarið í umfjöllun um hönnun og heimili að hafa hjól á veggnum.
Þetta þykir “hippogkúl” og ég er sammála því – finnst þetta mjög skemmtileg lausn fyrir fólk með lítið pláss en líka smart þegar rétt er farið að. Sýnir á flottan hátt lífstíl fólks og gefur íbúðinni ákveðinn karakter.
Algjört lykilatriði í þessu er þó að eiga flott hjól sem á skilið pláss á veggnum.
Ég rakst á þetta trend í tímariti um daginn þar sem þau tóku fyrir nokkra hönnuði sem eru að selja falleg statíf á vegg fyrir þessa pælingu. Hönnunin fæst á síðum þeirra hér að neðan.
http://www.etsy.com/shop/Woodstick
Þetta að ofan er auðvitað hannað fyrir beinar stangir og því getum við pæjurnar sem eigum hjól með bogastöng og körfu ekki verið með í þessu fína trendi?
Mér finnst þetta lúkka mjög flott á réttum stöðum, hvað finnst ykkur?
xx, -EG-
Skrifa Innlegg