Zurich hefur verið ótrúlega næs. Án gríns, það er alltaf einstök tifinning að fara heim eftir eitthvað gott frí. Léttir, og eitthvað allskonar mix í manni, svona, aah. Núna sit ég í flugvélinni og er sjúklega sáttur. Ótrúlega þakklátur fyrir að eiga gott fólk að og í rauninni bara vera glaður og nokkuð carefree. Allt carefree sem við upplifum í samfélaginu okkar er næstum því spari. Sem er hellað, en pínu rétt.
En Zurich vinir, eitt sem ég get sagt ykkur er að Zurich, er ótrúlega falleg borg, en motherplucker sjit tampon og anskotinn hvað þetta er dýr borg. Það skipti í rauninni engu máli hvað ég var að kaupa, ég fékk alltaf svona “wow, really?” – en hey, þessir peningar koma og fara. Mér fannst mjög athyglisvert að sjá alla (orthodox) gyðingana, ég veit ég hljóma eins og ég sé illa menntaður sjötugur maður þegar ég skrifa þetta. En konurnar ganga með hárkollur og þeir fylgja hinum ótrúlegustu reglum. Plús þeir eru víst moldríkir. Ég lærði ekki mikið um þá, og veit í rauninni ekki mikið. Ég veit þó meira en ég vissi í gær!
Annars elska ég að fylgjast með gömlum stílum í stórborgum, og Zurich var einstaklega falleg. Borgin var einhversskonar allskonar blanda af, þýskum, frönskum, ítölskum og meira segja pólskum áhrifum. Fannst ekkert smá gaman að rölta um borgina, og hún er einstaklega lúxus og falleg. Mæli hiklaust með Zurich! – Þó bara helgarferð. Þið vitið. Útaf peningunum ykkar. Kaffi er útborgun á íbúð. Ér’a segjaða.
Flugið mitt var klukkan rúmlega sjö um morguninn og jú, allt var bara í blóma þennan morgun, þangað til að ég settist inní vélina, því ég að öllum líkindum hraut, slefaði, kipptist til, kannski sló ég indversku konuna við hliðin á mér, hvað veit ég. Ég grjótsofnaði fyrir flugtak, og vaknaði korter í lendingu.
Svona byrjuðu allir dagarnir í Zurich, matcha te með möndlumjólk. Fer beint málið á næstu dögum, því þetta er GOOD.
Þetta var svona fjórum skrefum fyrir utan íbúðina, þetta er vatn er hægt að drekka! Ég fékk ekki meira info, þarna eru víst fiskar og allskonar húllumhæ. Gaman að segja frá því að þennan dag voru góðar 31° gráða úti og vatnið 26 gráður. Immit.
Gulli súper beib.
Úti í ostakaupum, mér fannst eitthvað ótrúlega Svisslegt við það –
Góð regla, ef þú ferð í heimsókn til einhverss, þrykktu í einn gúrmey brunch. It’s the least you can do. Og já, það var ekki til beikon, bara wurst.
Féll alveg fyrir þessu húsi, djöfull gæti ég búið þarna.
Þessi Gucci totebag, one day, one day y’all.
Axel, extreme ofur krútt. Ég er gjörsamlega trylltur í þennan dreng. Ekkert nema yndislegur, þetta er já, sonur Gulla vinar míns sem ég heimsótti.
Fótboltaleiks-detailar.
Og konan hans Gulla, Natalia. Mesti töffari sem ég hef hitt. Þetta var fyrsti leikurinn hans Axels hjá pabba sínum, frekar krúttlegt.
Ég er alveg ótrúlega heppinn og þakklátur að fá að vera frændi, útum allar áttir. Nú þegar svo margir af nánum vinum mínum eru að fjölga sér. Finnst ég helling að eiga demanta útum allt til að þykja vænt um.
Takk fyrir mig elsku Gulli & Natalia!
Skrifa Innlegg