fbpx

WHEN IN ZURICH ..

PERSONALTRAVEL

Í gær, á einstaklega fínum sunnudegi hér í Zurich þá fórum við í brunch á svo ótrúlega flottum stað að ég eiginlega verð að deila því með ykkur. Þetta var svo geggjuð stemning, þetta var eins og ef Róm og Frakkland hefði verið rúllað saman í einn bolta og búið til eitt einstaklega flott kaffihús. Inni var þetta eitthvað svo gamalt Ítalía og inni var þetta súper franskt. Æ fattiði ekki tilfinninguna þegar maður er á einhverjum sjúklega sálarmiklum og kósý stað og maður fær bara svona “án djóks, nnnnæs” tilfinningu.

Þetta var svoleiðis í gær. Staðurinn heitir Kafi Dihei og eins og ég segi, ef einhver á leið til Zurich, mæli ég algjörlega og hiklaust með!

     

Soya Cappuccino danke strasse!

Papa bear og litli Axel

Þess má geta, að ég hef aldrei fengið eins mikið hrós í lífi mínu varðandi skó. Bara á þessu litla kaffihúsi voru þrír mismunandi aðilar sem spurðu mig hvaðan þeir voru. Acne Studios, lookitup!

Sorry, ég er í fríi og það var sunnudagur, þessar pönnukökur voru léttari en loft og ég hefði getað nuddað þeim í andlitið á mér og gólað þær voru svo góðar.

NEW IN: GUCCI

Skrifa Innlegg