Jú, ég gæti eflaust verið kallaður SæluHelgi líka, en ég er að tala um þessa ánægjulegu helgi sem er að klárast, hún var full af sælu. Ég féll undan þrýsting um að fara út á laugardagskveldi, og inní það spilaði gæjól skot og örfáir öllarar. Gleði af þessu tagi er mest lítið partur af mínum helgum, en hey, eitt gang imellem er hílt ókei!
En vorið er geejjörsamlega komið í Kaupmannahöfn! Í nótt bættist við klukkutími á klukkuna og ég labbaði á bolnum útí búð í morgun og mér varð ekki kalt. Jú kæru vinir, þetta er held ég bara komið hér í Köben. Til að sanna það eru myndir frá gærdeginum góða.
Svona tré eru að springa út eins og bólur á enni unglings.
Grasið orðið grænt, þessi kall búinn að slá og á fullu í garð vinnu. Konan hans horfði á mig í glugganum á meðan ég tók myndina, frábært.
Hringurinn er rúmlega 3 KM – ég hljóp 2 hringi og gerði (reyndi) upphýfingar með örlitlum árangri.
Sjálfselskan allsráðandi núna þar sem mér fannst þetta ágæt mynd af mér, en ekki sú besta af kæróinum, en hann skoðar mest lítið þetta blogg held ég.
Ég kom mér á fáranlega flottan máta uppá þetta dót, ég er enn stoltur.
Þarna er kæróinn mega handsome, svo ég þarf ekki að vera með samvó.
Öll fötin mín og Kaspers eru úr Nike Verslun.
Skrifa Innlegg