Ég er farinn að vinna meira en ég gerði áður uppá Elite. Þá áður fyrr var vikufrí svosem ekkert mál að redda og jú, jafnvel ein og hálf vika ef allt gekk upp. Ég reddaði mér nokkrum dögum í fríi og flaug í hinu snarasta til Reykjavíkur og þar tók við prógram sem var kannski töluvert stærri ananas uppí rassgatið en ég hefði haldið.
Þetta var þó dásamlegt, ó það dásamlega fólk sem ég er hef í kringum mig á Íslandi, og stórkostlegt nýtt fólk sem ég kynntist.
Það er gott að komast heim, og það var bitursætt að fara aftur til Köben. Íslandið togar óneitanlega mikið í mig, ég ætla ekki að ljúga að ykkur.
Það var tekinn jólamyndaþáttur fyrir MAN –
Adidas Superstar er bara næs, það er ekkert flóknara.
Gæða kvöldverður síðasta kvöldið – aðstæðurnar kæru vinir ..
Ég og Hildur kunnum vel að meta Nicce London vörurnar í Einveru, svo næs.
Á leiðinni heim fékk ég bæði skemmtilegan, fyndin og alveg sjúklega sætan ferðafélaga!
Á location – eeeeeldsnemma á fimmtudagsmorgni!
Mættur í sófann hjá Guðnýju vinkonu eftir 36 sett og 16 tímavinnudag, þetta var eitthvað.
Stoltið mitt í ferðinni, ég mætti í Hagkaup eftir miðnætti á föstudegi, jú, 50% afslátturinn af namminu var í gangi. Ég vanalega hefði fengið svona Hulk kast, og gargað og kastað burtu ávöxtum og öðru eins hollmeti og stungið mér ofan í nammibarinn og gert þar góð og öfgakennd kaup. En nei, ekki í þetta skiptið, afhverju veit ég ekki .. en ég labbaði út með þetta. Þetta .. áfram ég, án gríns, áfram fokking ég.
Fallega Magdalena Sara ..
Heimsókn í JÖR, ég hef aldrei almennilega farið. Ég fór allavega til að fullvissa mig um að OAK merkið komi fyrir stráka líka, sem það gerir, sem er .. öö snilld.
Fínt í JÖR
Þessi dásamlega átti afmæli og kom í heimsókn uppí vinnu, það var of númerum of dásamlegt!
Saman aftur eftir alltof mikla fjarveru!
Skrifa Innlegg