Fyrir ykkur sem ekki vita, þá vinn ég fyrir Elite Model Management í Kaupmannahöfn. Ég er ótrúlega ánægður í starfinu mínu og hef jú aldrei haldist eins lengi í neinni vinnu, stórt klapp á bakið handa mééér. Það er ótrúlega gaman að fylgjast með módelunum og er Elite hér í Kaupmannahöfn fáranlega sterk skrifstofa.
Ég ákvað að deila með ykkur þeim módelum sem eru hvað mest áberandi innan bransans og eiga það öll sameiginlega að þau byrjuðu ævintýrið sitt sem ungir litlir krakkar fundnir útá götu, veitingastað eða verslunarmiðstöðum hér í Danmörku.
Caroline Brasch Nielsen er rönkuð númer 19 – sem top model heimsins. Hún er fædd 1993 og er búin að ganga á tískusýningum fyrir öll þau merki sem þið getið nokkurntíman ímyndað ykkur ásamt því að hafa verið í ótrúlega mikið af herferðum fyrir stærstu tískuhús heimsins, eins og Oscar de la Renta, Valentino, Calvin Klein og ég gæti haldið endalaust áfram. Hún er líka fáranlega dugleg að koma með kökur uppá skrifstofu þegar hún er í Köben, það er alltaf með eindæmum vel þegið.
Matlhe Madsen er mest nice gaur sem ég hef hitt, var fundinn í Kongens Have og bam! Varð svaka módel gaur. Samkvæmt honum er Candice Swanepoel klikkuð og hann gefur svakalega hlýja knúsa.
Maria Palm tók þátt í Elite Model Look og hefur verið að vinna nonstop síðan. Hún er áberandi hér í Köben og bókar sterk verkefni útí heimi á borð við Zara, Marc Jacobs, Vogue og svo framvegis. Mega sæt.
Nina Agdal, fyrrverandi kærasta Adam Levine, var fundin í Lyngby verslunarmiðstöðinni og er að sprengja Ameríku markaðinn þessa dagana. Hún var í sexý hamborgara auglýsingu á Superbowl, og er núna framan á Sports Illustrated, allt voða amerískt.
Tobias Sorensen, top 10 hæst launaðasta karlmannsmódel heimsins. Ég er að reyna að vinna mig í kringum það inní Elite kerfinu að fá einhverja prósentu af launum hans, hefur ekki gengið enn. Hann er svaka gæi, þessi gæi sem lætur þér líða illa með sjálfan þig, þannig gæi.
Ótrúlega flott lið! Very nice .. very good.
Skrifa Innlegg