fbpx

VIÐ & UNICEF ERUM ALVEG AÐ NÁLGAST MILLJÓN –

ÍSLANDYNDISLEGT

Það eru alveg ótrúlega magnaðir hlutir að gerast. Ég fékk hugmynd í fyrradag um að safna fyrir Neyðartjaldi Unicef, en í fyrra var ég líka að varpa ljósi á Unicef og Sannar Gjafir. Ég bæði gaf þær og óskaði mér Sannar Gjafir. Ég byrjaði smá söfnun á Instagram fyrir þessu Neyðartjaldi sem er snjóbolti sem hefur farið að rúlla fram úr björtustu vonum. Ég er eiginlega í smá svona losti núna. Við náum fljótlega markmiðinu okkar, 158.000 ISK –

Núna, 24 tímum síðar .. erum við komin uppí 834.955 ÞÚSUND!!!!!!!!

Hver 100 þúsund kall sem við hittum þá bara, vá. Þetta er klikkað. Það er svo gjörsamlega dásamlegt fólk þarna úti. Ég er búinn að fá endalaus skilaboð sem ég er að drukkna í en ætla finna mér góðan tíma til að setjast niður og svara öllum. Þetta er semsagt allt að gerast hjá mér í story á Instagram, sem fólk getur fylgst með.

Boðskapurinn með þessu öllu saman er bara sá, að margt smátt gerir eitt stórt. Það hafa komið millifærslur frá 350 kr uppí 50.000 kr og sú algengustu eru 1000 kr og 2000 kr, en það var upprunalega hugmyndin, til að ná uppí 158.000 kr, ef einhver vildi vera með. Svo þetta er bara svona mindblowing eitthvað. Hver og ein millifærsla er alveg algjörlega jafn vel þegin, því það eru ekki allir sem eiga aukakrónur milli handanna, en hver einastu skilaboð, eða deilingar eða hugsanir til þessara söfnunar er líka nóg.

Svo seinna í kvöld eða á morgun, birti ég þau nöfn sem tóku þátt. Er öllum alveg ótrúlega þakklátur.

HÉR er viðtal við mig við Fréttablaðið ef þið áhuga á að sjá hvernig þetta allt valt uppá sig (er það til? valt uppá sig? jæja!)


Frá heimsókn minni síðustu jól – 

@helgiomarsson

KERTAGLEÐIN - VOLUSPA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Fanney Ingvars

    4. December 2019

    <3 <3 <3 <3 <3 <3 !!!!!