Ég er nýkominn frá Íslandi og þar var allskonar traffík. Ég gæti aldrei sagt ykkur hversu fáranlega mikið ég elska Ísland og aðdráttaraflið er svakalegt. Þegar er maður er búinn vera svona lengi í burtu sér maður líka svo miklu skýrar hvað við erum í rauninni frábær þjóð. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja heim aftur, eins ólíklegt og mér fannst það á tímabili.
Krónan okkar orðin sterk og allskonar og þess vegna fórum við Palli, og gerðum okkur glaðan dag í Smáralind, það er mjög sjaldan sem ég leyfi mér að versla, but this tiiime I did. Ég er að followa Smáralind á snapchat og þar er alltaf svo mega að gera plús ég sá að þau voru búin að stækka og breyta, svo ég var mjög spenntur að sjá, og impressed!
Hér má sjá góssið;
Þessi hlýrabolur og svona litlar buxur til að halda öllu junkinu á sínum stað .. í Air Smáralind
Þessar hettupeysur frá 66° voru nýkomnar úr kassanum þegar ég mætti, þær eru á trufluðu verði svo tvær voru það!
Ég ætlaði að panta þessa inná netinu um daginn, svo fann ég þá ódýrari í Air, win.
Þennan jakka keypti ég í Gallerí 17, þar fékk ég valkvíða og var nærri dauða en lífi og fríkaði út en náði þó að ákveða mig með þennan jakka. Margt fáranlega flott í 17 – geggjuð ný merki.
Litríkur að vanda – sjúklega ánægður með’etta, svo keypti ég bol í 66°Norður líka, en ég var í honum þegar ég tók myndina, sorry’bout it!
Þessi færsla er unnin í samvinnu við Smáralind –
Skrifa Innlegg