fbpx

VEL KLÆDDIR & ÍSLENSKIR

ÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

Ég hef mjög gaman að fylgjast með vel klæddum kauðum á Instagram og verð algjörlega fyrir innblæstri á þeim miðli. Ég hef persónulega mjög gaman af því hvað þetta er að aukast hjá íslenskum strákum, þar sem sýnt eru outfit og svoleiðis. Svo ég gramsaði í nokkrum vel dressuðum og ætla að deila með ykkur –

Teitur Páll Reynisson@teiprey

Kannski margir lesendur þekkja hann en hann er heittelskaði maðurinn hennar Fanneyjar Ingvars okkar. Maðurinn er svo vel dressaður og ég hef komið heim til þeirra og skósafnið hans og fataskápurinn (sorry Fanney og Teitur ég kíkti smá) er svo tiptop geggjaður.

Björgvin Koustav @bjorgvinkoustav

Þessi finnst mér geggjaður, ekki bara er hann vel klæddur heldur klár og einlægur. Hann er mjög ungur en í fáranlega flottri stöðu hjá Adidas í London. Hann heldur einnig út bloggsíðunni bjorgvinkoustav.com

Logi Thorvaldsson@prettylogi

Einn flottasti gaur landins, punktur. Ég dýrka allt við hann og stíllinn hans er algjörlega einstakur, over the top og max insperandi. Instagrammið hans er algjör visual perla.

Pétur Kiernan@peturkiernan

Sindri Jensson@sindrijensson

Sem þarf varla að kynna, en mastermindið bakvið Húrra Reykjavík –

Tómas Urbancic@tomasurbancic

Af mörgum mögulegum mundi ég segja að Tómas sé best dressaði Íslenski karlmaðurinn held ég. Hann vinnur í Illum með stærstu merkjunum. Ég hef séð hann á götunum hér í Kaupmannahöfn og jú í Illum og mundi segja að það er eitthvað svona star quality við hann. Fáranlega flottur.

Guðmundur Ragnarsson@mundurr

Hér er annar Trendnet husband, Guðmundur hennar Sigríðar. Ég hef followað hann svo lengi og hann er einnig alltaf gjörsamlega on point og finnst svo gaman að fylgjast með honum.

Arnar Freyr Ársælsson@arnar.freyr

Markaðsgúrúinn á bakvið Nocco, Barebells, Froosh og VitaminWell svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega vel klæddur og alltaf on point.

Egill Ásbjarnarson@egillasbjarnar

Maðurinn á bakvið Suit Up Reykjavík, enough said þar.

Logi Pedro@logipedro

Instagram: @helgiomarsson

Eigið góðan mánudag!

JAPAN: ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA EF ÞÚ ÆTLAR TIL JAPAN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Fanney Ingvarsdóttir

    18. June 2019

    Skemmtilegur póstur ???

  2. Hildur Sif Hauksdóttir

    19. June 2019

    Elska þessa færslu meira svona! :D