Kristín vinkona átti afmæli á fimmtudaginn og var ákveðið að hittast í stórum garði bakvið stórt safn. Sjónvarpsstöðin Zulu er búin að standa fyrir “sumarbíó-i” í allt sumar, sem ég vissi reyndar ekki áður en ég fór. Það er ekki flóknara en það að fólk gerir piknik eða grillar jafnvel eða situr á teppi í kósý fötum og horfir á bíómynd á stórum skjá. Þetta var dásamleg kvöldstund og VÁ hvað ég ætla gera þetta aftur – áður en sumarið klárast alveg allavega. Fáranlega kósý.
Sumarrúllur!! Listamaðurinn og snillingurinn á bakvið þetta heitir Andrea, þetta var tryllt.
Einum of næs
Elsku besta Kristín!
Svo næs x
Skrifa Innlegg