fbpx

UNGFRÚ ÍSLAND, UPPLIFUNIN & KVÖLDIÐ

GLEÐIÍSLAND

Eins og í fyrra, þá sat ég í dómnefnd í Ungfrú Ísland með ótrúlega flottu fólki, Dísu & Bjössa í World Class, Sillu eiganda Reykjavík Make-Up School og Sigrúnu Bender flugstjóra og fyrrum Ungfrú Ísland.

Fólk hefur oft sett spurningamerki á mig afhverju þetta er eitthvað sem ég vil taka þátt í, og satt að segja, þá er þetta ekkert ólíkt því sem ég geri daglega uppí vinnu hjá Elite, sem fólk fattar ekki, því þar er unnið í tízku, sem okkur öllum finnst súper kúl. Í fyrra var ég ekki alveg vissum hvað ég væri að fara út í, og var upplifunin mjög óvænt ánægja. Ungfrú Ísland, eins og keppnin er í dag undir stjórn Dísu og co, er ekki keppni um hver er sætust, eða mjóust, eða annað, þær þurfa að vera svona og hinssegin. Ég er feministi í húð og hár, og ég var hræddur um að ég mundi þurfa tjá mig eða setja spurningamerki á eitt eða annað. Þetta dómaraferli, var ekkert nema jákvætt og ég undirstrika það.

Mitt fyrsta hlutverk sem dómari var að taka þátt í dómara viðtölum, þar sem ég horfði á stelpunar tala um hvað þetta hafi hjálpað til á líkama og sál, aukið sjálfstraust og frábær upplifun, sumar meira segja gátu ekki haldið aftur tárum vegna vissu þakklæti til skipuleggjenda keppnarinnar. Það þótti mér mjög skemmtilegt og sá þarna að þetta er ekki sama og þetta var í den, reglur, kröfur og annað.

Svo þegar kom að því að velja stelpurnar, fann ég að þetta var miklu meira eins og casting í bíómynd. Ég heyrði ekki að ein var sætari en önnur eða blalalala. Þetta var miklu meira; Hver passar í hlutverkið sem Ungfrú Ísland. Fólk ætti eflaust að vera mest reiðast við mig, þar sem ég valdi stelpuna til að vinna módelstelpuna, þar þurfti ég að horfa á hæðir og líkamsbyggingu, því þannig er módel bransinn.

Mér þykir allavega vænt um upplifun mína í fyrra sem og í ár. En ég eignaðist góðar vinkonur í starfi mínu sem dómari og ég get ekki sagt, að þetta hafi kallað fram á neitt nema jákvætt fyrir bæði mig og stelpurnar. Svo áður en þið setjist í spikfeitt dómarasæti og oj og vá glatað og blalala. Þá get ég staðfest það hér og nú, að þessi keppni er ekki slæm, það er enginn að pressa á neinn, keppnin breytist með tímanum, alveg eins og við upplifum okkur vitrari að svo mörgu leyti.

Ég mundi mæla með þessari keppni fyrir stelpur, já sem harðtrúaður feministi.

Nokkrar myndir frá kvöldinu sjálfu;

Brosmildur að vanda, með fullt af frábæru fólki.

Dísa súper beib

Hversu flottar mæðgur? Án djók samt.

Powerduo, Logi & Dóra Júlía

Donna mín

Jennifer okkar –

Og meðdómarar mínir, Silla & Sigrún Bender.

Voða sterkur, svoleiðis kastaði Birgittu uppá sviðið í myndatöku, Crossfittið krakkar. Djek

Hópurinn x

GLEÐI Á GEIRA SMART

Skrifa Innlegg