Ég er að sækja um í háskólanám í ljósmyndun hér í Kaupmannahöfn, átti einmitt að fá að vita í gær hvort ég væri kominn áfram í síðasta “round”-ið í umsóknarferlinu. Er pínulítið á tánum. Ég er allavega núna að berjast um að komast inn og er kominn í gegnum nokkur round.
Umsóknarferli er sko ekkert spaug!
Allavega svo fengum við verkefnin okkar þar sem við áttum að koma með okkar eigin myndrænatúlkun á orðinu “Spænding.”
Sem þýðir einfaldlega bara spenna, spenningur.
Ég fékk þá hugmynd að túlka 3 mismunandi spennur sem fylgir ást. Sem er jú, spenningur að vera saman, neikvæð spenna (rifrildi) og síðast – kynferisleg spenna. Þetta var æðislegt ferli og ég fékk tvo stórkostlega leikara til að hjálpa mér og að vinna með þessum leikurum troðfyllti mig af innblæstri.
Ákvað að deila með ykkur tveimur myndum sem ég sendi sem umsóknarverkefnið mitt.
Þetta eru í rauninni litlar sögur á einni mynd.
Kynferislega myndin var kannski ekki alveg Trendnet hæf :-)
Skrifa Innlegg