Það sem tók við hjá mér þegar ég kom heim frá fríi var hin ágæta tískuvika hér á bæ.
Það voru endalaus prógröm, og mikið að gera uppí vinnu sem er jú einnig ástæðan fyrir því að ég er ekki búinn að vera nógu duglegur hér.
Tískuvikan var allavega ágæt – ég var ekki alveg nógu duglegur að fara á sýningar, en ég fór á þær sem ég var spenntastur fyrir.
Já, mögulega eina myndin af mér sem finnst þessa vikuna.
Drengurinn minn Daviid sem ég scoutaði um daginn var bókaður í allskonar show og gerði’ða eins og pró. Tók þessa mynd baksviðs David Andersen, sjúklega flott kolleksíon!
Það var acapella kór fyrir utan sem söng fyrir okkur – sem var eiginlega alveg ógeðslega flott.
Barbara I Gongini herinn – ég elskaði showið, og við vorum með ágæt 10 módel frá Elite Copenhagen sem voru að labba showið.
Stelpan okkar Helene Misser. Lookið og make-up-ið var svo fáranlega flott. Barbara I Gongini er töffari frammí fingurgóma.
Malthe, hann er dásamlegur.
Á leiðinni í þetta allt saman – ein selfie fyrst, þið þekkið þetta.
Ég var svo djarfur að fara í langar buxur OG í peysu. Það er mest lítið gáfulegt þegar hitinn er gríðarlegur og rakinn svakalegur, pungsviti á tískusýningu, jebb, ekki gaman.
Bakvið hjá Barbara I Gongini
Meira á morgun!
Skrifa Innlegg