fbpx

Það sem Tom ford finnst að allir menn ættu að eiga ..

Hér kemur listi þar sem kemur fram allt sem karlmaður ætti að eiga/hafa í fari að mati tískurisans Tom Ford.

1. Að hafa góðan húmor.

2.  Að lesa fréttablað á hverjum degi.

3. Ákveðna íþrótt eða líkamlega hreyfingu og hafa virkilega gaman af henni og vera góður í henni.

4. Plokkara

5. Rakspíra sem verður svo þinn ‘signature’ ilmur.

6. Vel sniðinn dökk jakkaföt.

7. Fallegan blazer jakka.

8. Þær fullkomnu dökku gallabuxur.

9. Nóg af hvítum skyrtum.

10. Hið fullkomna par af fínum svörtum gljáandi skóm.

11. Alltaf nýjar nærbuxur og sokka (henda þeim gömlu á 6 mánaðar fresti.).

12. Klassískan tuxedo.

13. Fallegt úr með silfurarmbandi.

14. Hin fullkomnu sólgleraugu.

15. Fullkomnar tennur – ef þú ert ekki með fullkomnar tennur, sparaðu peninginn og láttu laga þær.

– Ég veit ekki með ykkur eeeen ég gæti hakað við 1, 3, 4, 5, 7, 8, 12 (casio, finnst það ógeðslega flott.), 14 og kannski smá 15, segi aldrei að ég sé með fullkomnar tennur, en þær eru ekki svo slæmar.

Hvað með ykkur? – og hvað finnst ykkur um þennan lista?

Facebook fatasíða fyrir strákana.

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Margrét

    10. March 2013

    perfect man…kannski

  2. Jónína Sigrún

    10. March 2013

    Góður listi

    En talandi um Tom Ford, þá veit ég ekki allveg með ilmvatns auglýsingarnar hjá honum

    https://www.google.is/search?q=tom+ford+perfume&hl=en&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=7-g8UdSoPKre7AbB04HACg&ved=0CAoQ_AUoAQ&biw=1366&bih=643#hl=en&tbm=isch&sa=1&q=tom+ford+perfume+porn&oq=tom+ford+perfume+porn&gs_l=img.3…1809.3056.0.3688.5.4.0.1.1.0.93.337.4.4.0…0.0…1c.1.5.img.S_rBT4CzSfM&bav=on.2,or.r_cp.r_qf.&bvm=bv.43287494,d.d2k&fp=463b07f7b7716e7e&biw=1366&bih=643

    ( þetta poppaði uppi hugan á mér í sambandi við ensku verkefni sem ég var að vinna með í skólanum, í sambandi við auglýsingar og þá var einmitt talað um auglýsingarnar hjá honum. Alls ekki til að vera með leiðindi en bara vekja áhuga á hvað þetta er bilað :) )

  3. Sunna Dís

    13. March 2013

    mér finnst hljóma mjög aðlaðandi karlmaður, svoldið jafnvel eins og Ryan Gosling í “Crazy Stupid Love” hann var allavegana óaðfinnanlegur í henni :)

  4. Björt

    14. March 2013

    Sorry að Austan en ég segi “bull to the shishl”

    Svona listar eru eitt það mesta bull sem ég veit og gera ekki annað en að ýta undir steríótýpur og minnimáttakend. Elskaðu þig eins og þú ert og þá geislar af þér, alveg sama hvort þú hafir lesið fréttablaðið, sért með flott armbandsúr, með skakkar tennur eða ekki!