Hér kemur listi þar sem kemur fram allt sem karlmaður ætti að eiga/hafa í fari að mati tískurisans Tom Ford.
1. Að hafa góðan húmor.
2. Að lesa fréttablað á hverjum degi.
3. Ákveðna íþrótt eða líkamlega hreyfingu og hafa virkilega gaman af henni og vera góður í henni.
4. Plokkara
5. Rakspíra sem verður svo þinn ‘signature’ ilmur.
6. Vel sniðinn dökk jakkaföt.
7. Fallegan blazer jakka.
8. Þær fullkomnu dökku gallabuxur.
9. Nóg af hvítum skyrtum.
10. Hið fullkomna par af fínum svörtum gljáandi skóm.
11. Alltaf nýjar nærbuxur og sokka (henda þeim gömlu á 6 mánaðar fresti.).
12. Klassískan tuxedo.
13. Fallegt úr með silfurarmbandi.
14. Hin fullkomnu sólgleraugu.
15. Fullkomnar tennur – ef þú ert ekki með fullkomnar tennur, sparaðu peninginn og láttu laga þær.
– Ég veit ekki með ykkur eeeen ég gæti hakað við 1, 3, 4, 5, 7, 8, 12 (casio, finnst það ógeðslega flott.), 14 og kannski smá 15, segi aldrei að ég sé með fullkomnar tennur, en þær eru ekki svo slæmar.
Hvað með ykkur? – og hvað finnst ykkur um þennan lista?
Skrifa Innlegg