Ég og Athena vinkona erum súpufólk, höfum gert ófáar súpur í gegnum tíðina og hittumst reglulega og gerum góðar súpur.
Um daginn hittumst við og ákváðum að gera súpu sem rífur í og þyrfti að vera með hollu ívafi og varð kókos karrý súpa fyrir valinu. Súpan var lúmskur spuni og prufuðum okkur áfram og verð ég að segja, að okkur tókst að gera bilaðslega góða súpu.
Auðvitað ferskur kjúklingur, sem við suðum í heitu vatni í öðrum potti við hliðin á súpunni í smástund og settum svo ofan í súpuna.
Lífræn kókosmjólk frá Blue Dragon
Rautt karrý
Þarna vorum við búin að blanda saman:
Vatni
Hvítlauk (nóg af honum)
Engifer (á stærð við tvo putta)
Rauða karrý-ið
Smá chilli
Lime safi úr 3 lime
Ein heil planta af basilikku
Sveppur
3 tómatar
Smá slettur af fiskisósunni
Hálfur Tom Yum teningur
Kókosmjólkin komin ofaní – notuðum tvær dósir.
Hrísgrjón með ..
og Athena, og fullkomin máltíð! Þessi súpa fyllti meira en maður hefði búist við, ég var pakksaddur allt kvöldið. Very good, very nice.
Skrifa Innlegg