Ó Seyðisfjörður. Vitiði að það eru allir að tala um Seyðisfjörð þetta sumarið? Þetta er svo mikil paradís, það er varla hægt að gera sér almennilega grein fyrir því.
Ég lofaði sjálfum mér að fara á kajak því það var fólk sem var að kajakast og alltíeinu kom hvalur. Hversu næs? Ég allavega fór ekki á kajak.
Stal þessari reyndar af kæró – en hann náði svo sætri mynd sem ég var að knúsast og kyssast í hundinum mínum.
Eyddi ég fríinu mínu í að djúsa? Smá, ekki mikið, en ég borðaði samt eins og nashyrningur, hollt og óhollt. Ég meira segja gerði köku.
Þetta var ekkert flókið, svona var bara lífið á Seyðisfirði.
Ég varð nú líka að taka mynd af mér og litla prins.
Gaman að segja frá því að þeir eru nafnar. Kasper og Kasper. Kæróinn hélt ansi oft að væri verið að kalla á hann þegar einhver gargaði á hundinn frammí stofu. Þetta var smá ruglingslegt.
Þetta var jú bara enn einn dagurinn.
Heimsókn í Gullabúið. Ég verslaði vel, enda þurfti ég auka bakpoka fyrir fjárfestingarnar á leiðinni heim til Danmerkur. Ég er ekki búinn að taka myndir af mínu nýja, en ég tók þó myndir af þessum krípí dúkkum – mig langaði eiginlega í eina af einhverri ástæðu.
Góð fjallganga, ein af örugglega 60.
Hvert ætliði í sumarfrí á næsta ári? Seeeyðisfjööööörð ..
Skrifa Innlegg