Ég mun eflaust vera hvítur allt þetta árið. Því hér í borg er mest lítið um sólríka daga. Það er oft sól, en á eftir rassgatinu á henni er dökkt þykkt þyngt ský. Þau skipti sem ég hef sest niður í garð til að fara í sólblað byrjaði að rigna eftir 12 mínútur.
Í fyrra fór ég til Egyptalands, Suður-Frakklands, Krítar og sumarið hér í Danmörku var snilld. Þessi tilbreyting er allt nema ánægjuleg.
Þetta sumarið fer ég til Seyðisfjarðar, þar sem ég ætla að fara á LungA, og fara í fjallgöngur, liggja ofan á vinum mínum, og knúsa alla fjölskylduna minnst 70 sinnum á dag. Ég hlakka mikið til og krossa svo sannarlega fingrum að veðrið verður gott!
Eru einhverjir sem ætla á LungA? SJÁUMST VIÐ Á SEYÐISFIRÐI?
Skrifa Innlegg