Streethgoth er ákveðið hugtak sem er að verða meira og meira áberandi í tískuheiminum.
Kemur kannski ekki mikið á óvart en ég er virkilega að fýla þessa þróun á karlmönnum. Hér í Kaupmannahöfn eru strákarnir einstaklega meira áberandi í síðum svörtum flíkum.
Streetgoth er kannski ekki það sem kannski poppar fyrst í hausinn á okkur. Þetta er tískan, þetta eru hönnuðurnir og búðirnar við drögumst að. Weekday, H&M hannar strákalínu sem er Streetgoth, ZARA færist meira og meira í þessa stefnu, Cheap Monday, All Saints ásamt svo mörgum öðrum. Hvað varðar stærri hönnuði þá er til dæmis Rick Owens, Givenchy, Barbara i Gongini, Yohji Yamamoto og Alexander Wang svo einhverjir séu nefndir. Þetta er ekki svarti eyelinerinn, klikkaða skartið, hauskúpur og dauði.
Layerar og hugmyndaflug.
Ég elska þetta.
Skrifa Innlegg