fbpx

STRANDARLÍFIÐ – BLESS Í BILI KOH LIPE

PERSONALTRAVEL

Ég fór frá Koh Lipe með jafn miklum trega og síðast, þó að ég hafi verið þarna í ágætar 12 nætur. Ég hefði svo auðveldlega geta verið þarna lengur. Finnst svo fyndið hvernig hægt er að eyða svona miklum tíma í bókstaflega ekki neitt og það er meira en nóg fyrir mann. Dagarnir okkar voru eins einfaldir og þeir gerast. Vakna, borða, út í sólina, borða, baða sig í sjónum, borða, sækja smoothies, njóta síðustu sólargeislana og svo nýta kvöldin í eitthvað kósý. Við vorum eins og gömul hjón, og okkur leið ágætlega þannig. Spiluðum á kvöldin, borðuðum fullt af tælensku tapas, lásum, æ þið vitið. Algjört max hygge.

Þetta er alls ekki í síðasta skipti sem ég fer þangað.

Næst: BANGKOK!

Þetta var ótrúlega hellað svæði. Allt öðruvísi en restin af eyjunni. Hún er rosalega græn og svona öskrandi græn. Pálmar, ávextir útum allt. Svo fundum við þennan skóg, sem var held ég einhversskonar múnka svæði. Það var jafn heillandi og það var óhugnalegt, ég þarf að muna að fara þangað að degi til næst þegar ég fer!

Ég get ekki sagt ykkur hversu mikið ég elska hundana á þessari eyju. Hjartað á mér gjörsamlega slær hraðar að hugsa um þá. Þeir eru svo tillitssamir og vilja ekki vera fyrir. Ekki frekir og bara heiðarlegir. Ég gjörsamlega get ekki. Ef einhver fer á eyjuna, hvet ég ykkur til að kaupa mat og gefa þeim.

Sæti kallinn minn á Sunset beach

Sólsetrin þar voru svo geggjuð, allt varð alveg eldrautt og fallegt.

TAKK OG BLESSSSSSSSS – BANGKOK Á LEIÐINNI

FYRSTU DAGAR Á KOH LIPE -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    16. March 2018

    Ferðin hefur verið dásemd. Allt svo fallegt.