Það er einn partur af því að vera scout sem er bæði frekar fyndinn og magnaður. Maður verður einhvernveginn tilfinningalega tengdur, allavega ég.
Ég fann Andreas í Tivoli fyrir rúmlega ári síðan og ég hélt að hann var yngri en hann var og hann var ótrúlega ljúfur, en ég sá það á honum hvað hann var óöruggur og mamma hans var með honum, og hún spurði mig hvort ég væri að stríða honum, eða hvort ég væri að meina þetta. Ég var að sjálfssögðu 100% alvara og fannst með alveg ótrúlega spennandi look.
Hann nældi sér í samning, þrátt fyrir að hann vissi ekkert hvað þetta snérist um, og hafði aldrei leyft sér að gruna hvað væri í vændum hjá honum. Hann hefur gert flotta myndaþætti, og herferðir fyrir dönsk merki. Hann fékk fljótlega samning hjá Elite París líka og þaðan bókaði þetta;
Chanel!
Í gær gekk hann Chanel Pre-Fall 2016 á meðal súperstjarna. Supermódel, leikarar, name it. Karl nokkur Lagerfeld valdi elsku besta Andreas!
Ég er mjög glaður að geta sett Chanel á kúnnalistann sem krakkarnir sem ég hef scoutað hafa unnið fyrir.
Eigið góðan! x
Skrifa Innlegg