fbpx

STOLT ÍSLENDINGA – GAY PRIDE

GLEÐIYNDISLEGT

1939453_10152638860289700_7348307981390587313_nMynd eftir Öldu Lilju

Ég er loksins búinn að geta verið í tölvunni og skoða og lesa um hvað er að gerast á Íslandi, en tískuvikan hér í Kaupmannahöfn er búin að taka úr mér allan minn tíma og alla mína orku.

Ég fattaði bara um daginn að GayPride var gengið í garð á Íslandi og ég fann fyrir alveg einstaklega miklum söknuði í garð hátíðarinnar heima á Íslandi. Ég get ekki einu sinni útskýrt nógu vel hvað við Íslendingar megum vera stolt af þessari hátíð.

Lífið í Danmörku er aðeins öðruvísi, Danir eru alls ekki eins opnir og Íslendingar. Þeir eru langt afturúr þegar kemur að allskonar réttindarbaráttum, réttindarbaráttu samkynhneigðra, kvenna og lítið sem engin athygli eða umtal varðandi sexisma. Hlutirnir hér eru mikið settir í kassa og stimplaðir. Í Kaupmannahöfn eru aðrir trúarflokkar sem eru strangtrúaðir og hefur það því miður skeð alltof oft að tveir menn, hönd í hönd hafa verið hrækt á, öskrað á eftir, og meira segja lamdir. Ég hef átómatískt fundið því að ég held aftur að mér til að stundum passa inní hópinn, og brýtur sú tilhugsun svolítið á mér hjartað. Íslendingar eru komnir ótrúlega langt í þessum málum og er það einstaklega mikið til fyrirmyndar. Ég allavega gæti sprungið úr stolti, og þrái stundum fátt annað en að fá að þrífast í opnum hugum Íslendinga. Ég er, og sérstaklega í dag, þakklátur fyrir að vera frá Íslandi og fá að horfa á öll myndböndin, fréttirnar, snapchöttin, instagrömmin, frá GayPride hátíðinni í dag. Ég mun nýta daginn til að vera eins stoltur hommi og ég get mögulega verið, og á næsta ári mæti ég með regnboga-krans og öllu tilheyrandi, og ég hlakkar strax til.  ATH – Ég er ekki að alhæfa að allir Danir séu svona og allir Íslendingar hinseginn, þetta er áberandi og ríkjandi sem ég er að ræða.

Mér þykir mjög leitt að ég þurfi að missa af hátíðinni í ár. Ég vildi óska þess að ég væri á staðnum og að springa úr stolti og óska ykkur öllum sem mætið á svæðið mikillar skemmtunar og gleði.

Í dag er okkar dagur, okkur sem höfum kannski þurft að mæta fordómum eða hatri, okkur sem styðjum réttlæti og jafnrétti, okkur sem fögnum fjölbreytni og okkur sem styðjum ást í öllum myndum, stærðum og gerðum.

Fjandinn hafi það ég verð pínu ímósjonal að skrifa allt þetta. En jæja, ást og kærleikur til allra x

tumblr_m0bk4jmvss1qzx74yo1_500 tumblr_n9m42zQ4cM1smw1qbo1_500 tumblr_n9qhyqVsge1tcnhoko1_1280 tumblr_n9sxfnZSU21tvd7dvo1_500 tumblr_n9x50hMMEO1tvnu9ko1_500 tumblr_n23by2iPJu1skscblo1_500 tumblr_na0qr7oTYh1trc4owo1_500hkblackandwhiteSMALL

HERRAILMUR FRÁ RIHÖNNNU -

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1