Eins og Elísabet skrifaði um þá frumsýndi 66°Norður samstarfið sitt með danska súpermerkinu Soulland hér í Kaupmannahöfn, í búðinni sinni á Sværtegade. Teitið var invite only og ég mætti meira segja nokkuð snemma, en ég var kominn 10 mínútur í 18:00. Þá var komið alveg brjálaðslega mikið af fólki, og já, þetta mundi ALDREI gerast á Ízlandi, en þarna var danska “elítan” eins og hún leggur sig mætt og svo komu fleiri og fleiri og fleiri og þegar klukkan var kannski rétt rúmlega sex, þá var húsið pakkað. Góð tónlist, góðir drykkir, fullt af flottu fólki. Þetta var í rauninni alveg sjúklega impressive. Ég var með myndavélina á lofti og hér má sjá;
Sigríður Margrét og Elísabet okkar
Könnumst aðeins við þessi, EG-in okkar, Vala yfirhönnuður 66° og Gunnar Steinn
Eins og sjá má var gjörsamlega stappað útá götu.
Súperbeibið og leikarinn Jonathan Harboe mætti ..
Þessi gaur var í jakka sem kemur næsta sumar! Fáranlega flottur
Takk fyrir mig Soulland & 66!
Skrifa Innlegg