fbpx

SPURT & SVARAÐ – Hvernig verð ég góður ljósmyndari?

Fékk þessa spurningu senda;

Hvað er það sem gerir mann að góðum ljósmyndara? Ég er alltaf að prófa mig áfram en finnst myndirnar aldrei heppnast nógu vel. Ég sá í þættinum til dæmis að þú myndaðir einn þáttinn bara á Auto focus sem mér fannst skrýtið en samt kom myndin kom rosa flott út. Hvaða ráð hefuru fyrir mig?

Nú er ég ekki lærður ljósmyndari og hef aðeins verið að vinna mig áfram sjálfur, en ég gef mér það þó að ég er búinn að vera duglegur að prufa nýtt, sjá hvernig hlutirnir virka og vinna mig áfram í öllum þessum málum. Einnig á ég sjálfur helling ólært. Ég er með lélega tækni kunnáttu og þarf til dæmis virkilega að bæta mig í þeim málum.
Allavega hvernig ég vinn, þá eru auðvitað ákveðnir faktorar sem mér persónulega finnst skipta máli, hvernig þú vinnur myndirnar, litatónar, hvaða forrit ertu að nota í eftirvinnslu, hvaða persónu þú ert að mynda. 

Já ég tók myndina í Auto, en aðeins því ég mátti bara nota 10 ramma og vissi að lýsingin þyrfti að vera flott, svo auto it was! Myndin var rosa gul og ljót, enda lýsingin ógeðsleg þarna inni. Svo ég skellti á hana bláa tóna sem dregur mikið úr því gula svo hún kom ágætlega út.

Í tískuljósmyndun skiptir auðvitað máli hvort hvort módelið líti vel út og viti hvað það er að gera. Þú getur ekki fangað stórkostlega mynd ef módelið veit ekki hvað hún er að gera. Þú ert varla að fara ráða hræðilegan leikara í leikrit sem þú ert að gera og ætlast til að það hitti í mark? 

Ekki hugsa of mikið, fara út fyrir kassann, og auðvitað prufa sig vel áfram í eftirvinnslu.

Ég er búinn að mynda næstum daglega frá því ég var 15 ára – tími þolinmæði og dedication! Það verður enginn góður ljósmyndari á einum mánuði.

Hér er til dæmis smá eftirvinnslu sýnishorn.

Á hans hægri hlið var stór hvítur veggur sem ég nýtti sem smá reflector. Bara náttúruleg lýsing.

Á þessari mynd var ekki mikið gert.

– Tók í burtu grindverkið

– Skellti henni í B&W

– Ýkti contrastinn & brightness.

– Liquify-aði aðeins.

– Slétti húðina – brush tool.

Notaði photoshop CS4.

Voila! 

Vona að þetta hafi eitthvað hjálpað & takk fyrir spurninguna.

x

Shelfies peysur.

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð