Ég á eina alveg frábæra vinkonu sem heitir Sonja, hún er svona týpan sem kemur hlutum í framkvæmdir og lætur drauma sína rætast ..
Við eigum eitt sameiginlega áhugamál sem er Crossfit, og hún opnaði nýlega sína eigin Crossfit stöð á Egilsstöðum, sem er svo fáranlega flott að ég eiginlega gapti þegar ég kom þangað. Ég fór á nokkrar æfingar og skemmti mér konunglega. Sonja er alveg dugleg að gjörsamlega klára mann og sjá til þess að maður fái sem mest úr æfingunni.
Ég er svo ótrúlega ánægður með Crossfit, og þetta sport hefur gert svo sjúklega mikið fyrir mig. Ég alltaf verið í rugli í líkamanum eftir bílslys, en mikla og varlega þjálfun er ég orðinn lúmskt ósigrandi, og tilfinningin er stórkostleg.
Allavega, ég fékk einkatíma með Sonju og við tókum nokkrar myndir á milli æfinga.
Overhead squat var lengi minn versti óvinur, en ég er svona að vingast við þessa æfingu núna. Sonja aftur á móti á ekkert erfitt með þetta.
Þessi litla stelpa er með betri tækni í Crossfit en ég held ég, haha. Algjör snillingur
Getur maður gert þessa æfingu án þess að líta út eins og maður sé að skíta á sig? Nei ..
Sló labb á höndum metið mitt þennan ágæta dag, áfram ég.
Muscle-Up masterað, þann dag sem ég get gert flotta effortlessa muscle up þá dey ég sáttur.
Það var enn mars þarna, það útskýrir mottuna
<3
Austfirðingar, beint í Crossfit Austur!!
Þetta er skemmtilegast í heimi ..
Skrifa Innlegg