fbpx

SNÖGG FERÐ TIL MÍLANÓ

PERSONALTRAVELWORK

Ég fór til Ízlands að vinna síðustu helgi, ekki helgina sem var að líða, heldur helgin fyrir það. Þegar ég kem til Íslands verð ég pínu púki, ég veit ekki hvað það er. Mig langar bara að fara út að skemmta mér og sletta algjörlega úr klaufunum. Í Kaupmannahöfn er ég bara vinnandi maður sem rekur heimili og eldar mat á hverju kvöldi, hahaha, svo það er geggjað að komast heim og borða það sem ég vil, æ þið vitið, fara seint að sofa, fara í Hagkaup seint á kvöldinn, út að dansa með vinum, allt þetta. Ég er tvíburi sjáðu til, tvískiptur, ein týpa í Köben og önnur á Íslandi.

Allavega, ég var varla lentur þegar yfirmaðurinn minn sagði mér að ég þyrfti að fara til Milanó á fund með Elite Milan og fylgja einu módelinu okkar í hjúts herferðarverkefni. Ég er alltaf til í að fara ferðast svo frekar lítið sofinn, enn frekar þreyttur eftir Íslandið stökk ég til Milanó þar sem allskonar prógram tók á móti okkur.

Alparnir tóku vel á móti okkur. Alveg fáranlega flott að sjá þetta, síríuslí. Þetta var svo ógeðslega flott. Þarna lærði ég líka að Alparnir eru víst partur af Ítalíu. Ég þarf fara rifja geógrafíkuna upp.

Fundur hjá Elite þar sem farið yfir ýmis mál, Ítalarnir eru svo ítalskir, og það var þvingað ofan í mig svona fjórtán kaffibolla.

Skrifstofan er örlítið stærri en okkar, en okkar er samt flottari finnst mér y’all.

Fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn á fundinum var að fara og sjá Duomo, ég er brjálaður perri varðandi svona historískar byggingar og allt sem er fallegt. Allt sem er ekki glerkassi og steypa eins og í módern arkítektúr. Ég var alveg dáleiddur að skoða þetta.

Án gríns krakkar ..

Þetta fannst mér svolítið sérstakt. Ég tók eftir því í fjarska að fólk var að snerta hurðina á ýmsum stöðum og ég fór aðeins nær og fór aðeins að fylgjast með. En allan daginn eru greinilega sömu staðirnir snertir. Eins og fæturnir á Jesú á þessari mynd ..

Jesúbarnið ..

Hendurnar. Þetta er svolítið magnað, getiði ímyndað ykkur hvað þarf að snerta þetta mikið til að áferðin breytist?

Ég gerði ekki mikið research um hvað þetta er, en þetta var ótrúlega fallegt. Þarna var hægt að finna Versace, Prada og fleira.

Ég get auðveldlega verið nettur loner, og finnst mjög mikilvægt að vera einn stundum og mér fannst geggjað að setjast niður með sjálfum mér og horfa á mannmerginn og borða salat. Ég átti mjög erfitt með að borða á Ítalíu, en ég er alls ekki áhugamaður á ítölskum mat. En þetta salat var æði ..

.. og þessi ostur var, damn!

Þessi gaur leit út eins og háklassa fáviti í stuttubuxum í kringum alla Ítalana í dúnúlpum. Þetta hentaði mér samt mjög vel, 18 gráður og sól. Ég er ízlenskur, þetta var algjör lúxus og gjörsamlega fullkomið tempatúr fyrir mig.

Arrivederci Milano!

HEIMILIÐ MITT Í KÖBEN Í HÚS OG HÍBÝLI

Skrifa Innlegg