fbpx

SINGAPORE PART 1

PERSONALSTYLETRAVEL

ÓÓÓÓKEI ÓKEI ÓKEI!

Mér líður eins og ég sé búinn að vera í burtu í laaaaangan tíma – en ég settist uppí flugvélina á föstudagskvöldið og lenti í Doha laugardagsmorgun OOOG lenti svo í Singapore um kvöldið. Flugið til Doha tók sex tíma og flugið frá Doha til Singa tók átta spikfeita tíma. Ég þakka whoever’s up there, að flugið var ekki uppbókað þessa átta tíma, því ég fann þrjú laus sæti og prinsinn sem ég er, hlammaði ég mér þvert yfir sætin og svaf eins og rostungur. Þar á milli horfði ég á Big Little Lies, tókst að horfa á alla seríuna og y’all, mæli svo með þessum þáttum. Rugl góðir og ruglað góðir leikarar.

Allavega hótelið okkar í Singapore var algjört æði og við vorum í alveg ótrúlega næs hverfi. Morgunmaturinn var orgasmaður og allt top og tip. Ég var búinn að vera í lúmsku kvíðakasti yfir því að það mátti ekkert þar í borg, en týggjó – bannað, hrækja – bannað, sýna of mikið hold – bannað. Allskonar svona. Ég fann þó ekkert fyrir því þannig, ég hélt að allt yrði frekar svona uptight og robotlegt. Þið vitið, að búa í stórborg þar sem ekkert mátti og blalal. Þessi borg var skínandi hrein, allir ótrúlega kurteisir og tillitssamir. Kom mjööög skemmtilega á óvart. Ég hefði getað sleikt götuna held ég, hún var svo skínandi hrein. Við eigum eftir að vera í einn dag í viðbót í Singapore áður en við fljúgum heim til Köben, og ég er harðákveðinn í því að nýta tímann vel því mér finnst ég eiga fullt eftir að sjá.

Yfir í myndirnar;

Ég er pínu sorgmæddur yfir því að þetta er EINA myndin sem við tókum af hótelherberginu okkar, því það var schtunner. Kasper á einhverjar í símanum sínum, annars, æ já. Þessi mynd af mér mygluðum að bursta tennurnar á brókinni (sorry meðða samt) annan morguninn verður að duga í bili.

Lítur út eins og hver önnur pós mynd, WRONG, í raun var ég í vægu áfalli yfir rakanum í loftinu. Ég þurfti ekki að neyta vatns því ég svo gott sem drakk með því að anda að mér loftinu. God damn it Singapore.

Þessi fallega gata var svona 70 metrum frá hótelinu okkar og hún var SVO flott! Þarna var meira segja eitt húsið til sölu, hversu geggjað væri að búa í svona húsi? Og afhverju getum við ekki átt svona falleg hús heima á Íslandi? Getum við hætt að búa til steypu og glerkassa og kalla það hús?

 

Eins og má sjá, tókum við ófáar myndir þarna, en hey, við áttum götuna útaf fyrir okkur og þetta var allt svo fallegt.

Mjög írónískt að ég settist í sólina þegar það er skuggi fyrir framan mig. Lógík vinir, lógík. Hitinn var eeerrrruglaður og ég SKAÐbrann þessar 40 mínútur sem ég var úti.

Ég er auðvitað ekki búinn að sjá alla Singapore, en mér leið á tímabili eins og ég væri í Los Angeles, eða einhverri amerískri stórborg, hótelið mitt var á East Coast road, allir tala ensku, húsin eru ALLSKONAR. Ég elska Singapore stílinn, mynstrin/munsturin (??), litirnir, allt. Svo blasti alveg helling af svona;

Winseria Lane anyone??????

En mér fannst svo sjúklega gaman að sjá þetta allt saman, og spá og spegúlera og reyna anda að mér (gat þó varla andað þennan raka heita dag, drama I know it’s who I am) kúltúrnum og allt sem nýtt er í nýjum borgum. Afþví sem komið er, mæli hiklaust með Singapore!

Outfittin:

Ég
Bolur: Acne Studios
Buxur: H&M
Skór: Gucci

Hann: 
Bolur: Acne Studios
Buxur: Nike
Sokkar: Nike
Skór: Converse

NÆSTA BLOGG KEMUR VERY SOOOON STAY TUNED ..

En ef þið viljið fá beint í æð, instagram: helgiomarsson & snapchat: helgiomars – addið núna oookrr?

LAST MINUTE SHOPPING FYRIR BALI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1