Já, mér fannst erfitt að skrifa “vikur” í titillinn á blogginu.
Vinnurnar mínar hafa verið að gleypa mig lifandi. Yfirmaðurinn minn í The Kooples setti mig á vaktir allan þann tíma sem ég er ekki að vinna hjá Elite þar sem við erum undirmönnuð. Ég er svo sannarlega maður sem þarf á frídögum að halda svo ég var rólega að vera léttgeggjaður – ekki hjálpaði að talvan gaf upp öndina. Þá tók jú við að eyða hádegishléinu í bankanum til að sækja um lán sem var meira en að segja það.
EN ..
Jákvæða við þetta allt saman er að ég er kominn með nýja tölvu því lánið er komið í gegn, yfirmaðurinn minn hringdi í morgun og tilkynnti mér að ég vinn ekki eins mikið og andrúmsloftið er orðið aðeins léttara!
Ég læt nokkrar myndir fylgja frá síðustu dögum .. vikum.
Afmælisdinnerinn 3 júní.
Dásamlegt að fá þessa yndislegu vinkonu í heimsókn, ásamt því að Ragga vinkona kom líka. Tvöföld hamingja.
(NOTE; Með hringinn í nefinu)
Afmælisstrákur.
Hófi vinkona átti afmæli og hún fékk svona kórónu frá mér og Kristíni vinkonu.
Svakaleg og asnalega flott veisla – enda er hún mikil matreiðslusnillingur.
Dansgleði á Jolene.
Ósk mín rættist og ég fór á Bláu Plánetuna, það fannst mér magnað – og þetta dýr dáleiddi mig. Kominn með nýja ást fyrir kolkröbbum.
Morgunlínuskautar á ströndinni með besta mínum.
Afmælisdinner með karlinum þar sem við vorum ekki með hvor öðrum á okkar alvöru afmælisdegi. Borðuðum á MASH sem var mikil matarupplifun.
Þetta var besti dagur ársins hingað til – plús ég fékk tan! (& brann smá.)
Jakki: Bruunz Bazaar
Skyrta: H&M
Buxur: Cheap Monday.
Skór: NIKE (Það lítur út eins og þeir séu eitthvað ónýtir að framan en þetta er eitthvað sem ég hef stigið í, they look as good as new.)
ooooooog hingað! Eftir slór & skróp er skyldumæting næstu mánuðina.
Sem er bara frábært, sumarið heldur manni uppteknum, á þó erfitt með að vakna kl 7:00 til að stunda þetta. Y’gotta do what y’gotta do!
Kram á ykkur!
Skrifa Innlegg