Síðustu dagar hafa heldur betur verið innihaldsríkir. Ég er búinn að vera sinna mismunandi verkefnum og eitt af þeim krafðist helling af undirbúnings og vinnu. Ég var með besta fólk sem ég gæti hugsað mér með mér í þessu og skemmtum okkur konunglega í þessu ferli. Núna fyrir 10 mínútum lagði ég lokahöndina á verkefnið og er ótrúlega sáttur. Það er svo yndisleg tilfinning að vinna í svona verkefnum og sjá það hægt og rólega heildarmyndina.
Hún er allavega komin og hlakka mikið til að sýna ykkur.
En hér eru nokkrar myndir frá eldamennsku okkar og undirbúningsvinnu.
Sjúklega ánægð með viðtökurnar uppá H&M Showroom – frítt vatn og alles!
H&M showroomið þar sem var eiginlega asnalega gaman að velja föt.
ooog næring eftir miðbæjartúrinn! Fylltar kjúklingabringur vafðar beikoni með fetaosti & fersku heimatilbúnu pestói. (Erum við eitthvað að grínast hvað þetta var gott samt?)
Svo ótrúlega fínt heima hjá Tinnu.
Fjölhæfa og fagra Tinna – & Selma að borða í bakrunninum.
Þessar eru stórkostlegar – og ótrúlega líkar, og systur.
Skrifa Innlegg