Það var svo einstaklega skemmtilegt við brúðkaup Elsu & Eggerts, var að þetta var ekki bara kirkja og partý. Alls ekki. Það var kajak, pubquiz .. og ÞURRBÚNINGAR! Sem ég hafði aldrei prófað áður, eða vissi svosem aldrei að það væri eitthvað til sem héti þurrbúningar. Ég hef þó heyrt um blautbúninga. Þurrbúningar er semsagt þannig að maður fer í vatn og endar þurr, ffffjandi betra en blautbúningar!
Förum aðeins yfir þessa gleði ..
Þar sem Bjössi er, þar er alltaf gaman. Það er bara svoleiðis ..
Það þarf að snappa svona .. þess má geta að Bjössi er heldur uppi fyndnasta snapchatti í heimi. Ég fæ ekki nóg af þessum manni!
Vildi svo heppilega til þessi búningur passaði mig eins og gæðahanski, alveg hreint.
Bjössi fékk þessa hugmynd, honum fannst þetta lítið mál og hoppaði beint útí.
Gott dæmi um hversu þessi búningur hrósaði afturendanum mínum. Fullkomið fit.
Hugrekkið alveg að kikka inn ..
Í millitíðinni kom Bjössi ..
.. og hoppaði strax aftur, ég var ekki alveg að meika það.
Þá fóru einhverjir litlir krakkar að öskra á mig að ég væri kjúklingur .. ég var ekki tilbúinn að samþykkja það.
Þetta er eitt dæmi um hvað ég er hallærislegur, þegar ég er að fríka út brosi ég eins og bavíani, ekkert svona neitt colgate, bara eitthvað allt öðruvísi.
.. ég mundi þó drukkna brosandi, það er jákvætt.
Sigur.
.. hairwhip
.. og ógeðslega fokking kalt.
Ég er sjálfur forvitinn hvað var í gangi þarna.
svo fórum við útí Hólma, sem var minnsta mál í heimi, án djóks.
Svo beint heim að sinna þessari, eða semsagt gilla hana þangað til hún verður pirruð á því að ég er ekki að gilla nóg.
EN!
Það sem er ekki hérna – því ég kann ekki að setja það hingað inn, en eftir fyrsta hoppið var ég nánast gargandi úr hugrekki, svo ég splæsti í eitt afturábak heljastökk fram af brúnni, en þið þurfið helst að sjá það bara á instagram – @helgiomarsson –
Skrifa Innlegg