Ég gerðist svo djarfur og bókaði eitt stykki lestarmiða til að geta eitt einum degi með kæróinum í Jylland í Danmörku. Þetta var lygilega næs, ég get svosem lítið verið að kvarta, ég elska langar lestarferðir. Þessi sem ég fór í tók góða þrjá tíma, en erum við eitthvað að grínast ég elska lestir? Ég finn alveg þvílíka ró og ég gæti verið í lest í heilan dag og ég mundi ekki kvarta.
Ég get ekki verið í flugvél í meira en þrjá tíma og þá er ég kominn með nóg, þá er ég farinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti reyna að brjóta upp plastrúðuna og fleygja mér út og svífa niður til jarðar.
Hvað er roadtrip án bílaselfie? Ég spyr ..
Kæróinn auðvitað sótdökkur eftir Möltu ferðina. It don’t matter if you’re black or white, díílelele leee le le leeeee ..
Mættir á aðra strönd!
Það var ótrúlega gott að komast út fyrir Kaupmannahafnar mæranna því Danmörk er náttúruperla.
Mættir í heimabæ Kasper þar sem tengdarliðið var heimsótt og skoðað allt bak og fyrir.
Eftir að vera búinn að vera hænuskrefi frá því að taka hálsinn á mér úr lið til að reyna fá tan, þá fékk ég rautt nef.
Mættir í sæta tjaldvagninn okkar, mjög sixtís og mjög skemmtilegur. Um nóttina rigndi ÞRISVAR eins og byssuskot á vagninn, vá hvað það var næs.
Þegar ég var búinn að hvetja manninn þá kom Hilma frænka og hitti mig í kaffi og einstaklega mikið af góðu spjalli, ogjú fitu og sykurlaust ískaffi, áfram hollusta!
Kaup ferðarinnar! Yogi te alla leið, uppáhalds te-ið.
Outfit:
ÉG
Hlýrabolur: ASOS
Peysa: Nike
Stuttbuxur: Nike
Skór: Adidas
HANN
Hlýrabolur: ASOS
Bolur: H&M
Stuttbuxur: ASOS
Skór: Nike
Skrifa Innlegg