fbpx

ÉG FÍLA – RIBOT SÓLGLERAUGU.

I WANTÍSLANDMEN'S STYLESTYLE

Ég sá um daginn á Facebook síðu KronKron sólgleraugu sem heitir Ribot. Fannst þau ótrúlega flott & ákvað að forvitnast aðeins meira um þau.

Ribot er tilturlega nýtt merki og eru strax komin til Íslands en eru gerð í Barcelona, öll úr tré, sama við og hljóðfæri eru gerð úr. Handgerð, ofnæmisprufuð, létt, nett og eiginlega alveg fáranlega svöl. Mér finnst hugmyndin um tré umgjörð mega flott og hlakka til að skoða þetta þegar ég lendi á klakanum! Ég man eftir að hafa séð strák í sumar með svipuð gleraugu, greip mikið augun mín.

581568_422954181139248_191693787_n 1452499_422962347805098_1579902635_n 1467282_422962344471765_1316050806_n 1476372_422962391138427_2142954399_nI LLLLLIKE! Þessar týpur eru á mínum óskalista.

Ribot Reykjavík er með lunch teiti á Bunk bar á föstudaginn næstkomandi, hvet ykkur til að kíkja. Það er ótrúlega skemmtilegt hvað er mikið af lífi í Reykjavík þessa dagana, skemmtileg boð hægri vinstri. Þykir ótrúlega leitt að missa af þeim öllum.

En þið sem búið á Reykjavíkursvæðinu, enjoy!

Þið getið líka unnið stykki á Facebook síðunni þeirra, kannski er lukkan með ykkur svona korter í jól.

 

VEGAN VEISLA Í NØRREBRO.

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    18. December 2013

    Elska viðargleraugu… væri til í að sjá svona útgáfur fyrir sjóngler!:)
    Bráðvantar nefnilega ný!