Hvar á ég að byrja ..
Í einföldum orðum þá fór ég á tónleika hjá Beyonce í Kaupmannahöfn með Kolbrúnu vinkonu. Við skemmtum okkur konunglega og tónleikarnir í heildina voru magnaðir. Þvílíkt & annað eins show.
Ég stór fáranlega nálægt henni – svo nálægt henni að við náðum þessu krúttlega augnkontakti og hún veifaði til mín þrátt fyrir að ég stóð ansi stjarfur og hreyfðist lítið á þeim tíma punkti. Einnig hittum við mömmu hennar, sem mér fannst líka ofur skemmtilegt.
Mikið er ég ánægður að ég fór á þessa tónleika, þetta var klikkun. Hún verður samt svo miklu meira alvöru þegar maður horfir á hana berum augum. Einstaklega falleg.
Ég fer ekkert mikið á tónleika og kann eiginlega ekki að klæða mig eftir því .. en;
Bolur: All Saints.
Sólgleraugu: Cheap Monday
Buxur: H&M
Skór: Nike Woven
Skrifa Innlegg