Í þessari færslu er myndir af vörum sem ég hef fengið í kringum samstörf. Stjörnur eru við þær vörur.
Ég elska að pakka fyrir Tæland. Þegar ég er að fara til Tælands eða lengri frí til asíu þá ELSKA ég allt ferlið. Þið vitið. Pakka, fara uppá flugvöll, taka flugið, æ bara allt þetta. Að velja vel í ferðatöskuna er eitthvað sem ég hlakka mikið til. Í þetta skipti missti ég samt smá vitið, tæmdi bókstaflega allan skápinn. Því hvað ef ég væri að missa afhverju? Kannski leyndist eitthvað aftast sem ég þarf nauðsynlega að taka með. Þið vitið –
Reyndar er ég kominn, getið fylgst með á gramminu en það er yndislegt að sitja hérna og blogga –
Hér er eitthvað af því sem ég pakkaði:
Spritt nýjar stuttbuxur frá Palm Angels & Off-White, og svo kemur *66°Norður með mér hvert sem er, *VitaminWell stuttbuxurnar sem lítur svo sannarlega út fyrir að ég hafi aðeins tekið þær með útaf samstarfi, en þær eru heimskulega þæginlegar líka og Pokemon bolur augljóslega must –
Ég tek alltaf með mér hárvörur þegar ég ferðast. Eftir að ég lærði á hvað hárumhirða er mikilvæg (sérstaklega með hækkandi aldri, you know bois) þá tek ég enga séns. Og ég svosem elska að löðra hausinn á mér í góðum vörum. Ég vinn með *Label:M og þessi herralína er bæði kælandi og hönnuð fyrir herra og herrahár og vinna gegn hárþynningu, SOOOOOOOOOO .. (ég veit ekki enn hvort mitt er farið að þynnast, en tek enga sénsa)
.. ooog andlitið. Sólarvörn frá *Davines sem ég prófaði fyrst á Bali 2018 og var gjörsamlega gólandi ánægður með hana. Einnig aftersun – unaður. Svo *Urban Shield með SPF30 frá SkinRegimen og Tea Tree Booster. MAX verndun fyrir húðina og sótthreinsandi í svona mikilli sól. Svo augnmaski frá *BioEffect, sem er æði. Engar hrukkur á moi.
Body! *Blue Lagoon Body Lotion, *BioEffect Body Intensive, algjört uppáhald. Og svirtalyktaeyðir frá Weleda –
Instagram: @helgiomarsson
Helgaspjallið á Apple Podcast & Spotify
Skrifa Innlegg