fbpx

SUÐURLANDIÐ.

Við lögðum afstað í roadtrip frá Seyðisfirði til Selfoss á þriðjudeginum.

Roadtrip eru alltaf skemmtileg ef maður er með rétta fólkinu, og maðurinn minn er fáranlega skemmtilegur félagsskapur. Við skemmtum okkur konunglega á leiðinni.

Íslensk náttúra, góð tónlist & fullt af íslensku nammi og mat!

Myndirnar eru þó ekki margar í þetta skiptið, hér er þó nokkrar;

rr1croppedSMALL

Seljalandsfoss!
rr4SMALL

Komnir útí “the middle of nowhere” í heitar náttúrulaugar, algjör draumur.

rr6SMALLrr3SMALL

Dauðþreyttir uppá hótelinu sem pabbi á – Hótel Selfoss, snilldar hótel :-)

CARVED SKULLS.

Mér finnst þetta líka creepy – en mér finnst þetta sjúklega heillandi. Mundi ekki hata hafa eina inná heimilinu mínu, fallegt!

11 22 2222 22222 2222222

.. one day!

FARINN TIL FRAKKLANDS!

Þá er ég á leiðinni til Suður-Frakklands.

Ég er semsagt að vinna fyrir módel skrifstofuna Elite Model Management hérna í Kaupmannahöfn þar sem ég sé um hin og þessi verkefni ásamt því að vera módel scout, sem þýðir það að ég finn módel fyrir skrifstofuna.

Fyrir ekki svo löngu tilkynnti yfirmaðurinn mér að hann þyrfti líklegast að senda mig til Suður-Frakklands (aumingja ég).

Þetta heitir semsagt Elite Beach Tour þar sem ég hitti aðra scouta & agenta frá hinum Elite skrifstofum heimsins, þaðan er ýmis gleði í gangi en okkar aðal “mission” er að fara og finna módel á mismunandi borgum í þetta skipti í Frakklandi.

Ég veit ekki við hverju má búast, en ég er með blöð og bæklinga og reglur hvernig skal haga sér fyrir framan myndavélarnar. Fjölmiðlar Frakklands eru víst ótrúlega forvitnir um þennan túr. Krossa fingrum að ég segi ekki einhverja steypu ef ég fæ míkrafón framan í andlitið á mér.

Eins og ég segi, ég veit ekki mikið – en hér er video sem útskýrir vel hvað verður í gangi!

 

 

LUNGA – ISLAND VIA IPHONE.

Afsakið bloggleysið – ég er alveg búinn að vera útúr gír!

Hér eru nokkrar myndir frá Íslandsferðinni frá símanum;

lunga

Svo gott að vera kominn til bestustu bestu vinkonunar x

lunga1

Dans með stóru sys

lunga3 lunga4

Spenningur í fluginu heim til Seyðisfjarðar!

lunga5 lunga6 lunga7

Nafnarnir, Kasper & Kasper, þeir urðu og eru bestu vinir, skemmtileg tilviljun!

lunga8

Drullutjörnin.

LUNGA OUTFIT.

Ég og Kasper á föstudeginum á LungA 2013.

helgioutfitSMALL

Derhúfa: Flexfit
Peysa: H&M
Jakki: WHYRED
Buxur: WHYRED
Skór: Nike

kasperoutfit2SMALL kasperoutfitSMALL

Skyrta: Samsøe Samsøe
Peysa: Wonhundred
Jakki: Penfield
Buxur: WHYRED
Skór: ACNE

TÍSKUSÝNING & FÓLKIÐ LUNGA 2013.

Hin árlega tískusýning LungA fór fram á hátíðinni í ár í gamalli byggingu á stað sem heitir Norðursíld.

Ótrúlega mikið af magni af fólki kom og lukkaðist sýningin fullkomnlega í ár!

fimmt1

Magnhildur Ósk og Anna Berglind

fimmt2

 

fimmt3

Fagra parið Hófí & Anders.

fimmt4

Módelin að færa sig yfir í sýningarhúsið

fimmt5

Elskulegi Ísak Freyr og hans maður.

fimmt6

Elísabet Karls

fimmt7 fimmt8

Harpa Einars

fimmt9

Gaman hjá Kasper og Tinnu vinkonu.

LIST; HELENA REYNIS.

Ég rakst á þessa fáááranlegu hæfileikaríku stelpu á vappinu á netinu.

Helena Reynisdóttir er 19 ára nemi í myndlistarbraut Fjölbrautaskóla og teiknar ótrúlegustu myndir sem ég hef séð!

Hún teiknar mikið andlit og nær tilfinninum andlitana fullkomnlega. Ótrúlega gaman að fylgjast með henni. Hún er hingað til haldið nokkrar sýningar með miklum eftirtektum.

Hlakka til að halda áfram að fylgjast með henni!

helena6 helena helena2 helena3 helena4 helena5

Ég mæli með að fylgjast með henni og þið getið gert það HÉR þar sem þið finnið enn fleiri fallegar myndir eftir hana.

Hlakka mikið til að panta mína frá henni!

Ef áhugi er að panta hjá henni verk er hægt að senda á hana mail á helenareynis.art@gmail.com & facebook síðunni hennar.

Mikið mundi ég óska þess að vera með svona mikla teiknihæfileika.

Í GÆR – REYKJAVÍK.

Í gær byrjaði dagurinn snemma í Reykjavík, ég var búinn að lofa sjálfum mér að ég mundi ekki taka að mér nein verkefni á meðan ég var á landinu en ég var plataður í eitt verkefni fyrir Hagkaup á meðan ég var hér á landinu, sem ég var þó bara ótrúlega glaður að taka að mér. Yndislegasta fólk í heimi sem stendur á bakvið Hagkaupsbæklinginn – það er ekkert nema hlátur og gaman.

Ásamt því að skoða miðbæinn og sýna karlinum mínum hvað miðbær Reykjavíkur hefur uppá að bjóða. Nokkur mission, versla & borða góðan mat í hlýgja veðrinu sem ég tók með mér frá Seyðisfirði. Oh yes I diiiiid!

rvk rvk2 rvk3 rvk4 rvk5

Bauð kæró á VOX – klikkar aldrei að fara þangað!

rvk6 rvk7

Það var náttúrulega ekki hægt að fara frá Reykjavík án þess að fara á Krua Thai!