Helgi Ómars

Búsettur í Kaupmannahöfn, ljósmyndari og vinnur fyrir Elite Model Management & blaðamaður, ljósmyndari og stílisti hjá MAN Magazine.

DK life.

Fluttur til Danmerkur í ótrúlega fína íbúð í norður Köben.

Yndislegt, yndislegt að vera kominn aftur. Kemst þó ekki á því að vera skíthræddur við hvað allt er dýrt hérna og er lifi einstaklega varlega og sparlega. Bý hér með vinkonu minni Kristjönu og höfum verið í stússi frá mínútunni sem við lentum. Enda nóg að gera og nóg að hugsa um, eins og skráningu inní landið sem var ekki eins auðvelt og síðast þegar við gerðum það og atvinnu umsóknir um allar trissur.

Eitt atvinnu viðtal á morgun sem við förum saman í, krossið fingrum fyrir okkur :)

OLD PHOTOGRAPHY vol 2

Mér datt í hug að ég mundi gera aðra færslu með eldri ljósmyndum eftir mig. Mér finnst þetta eitthvað svaka gaman, haha.

Þetta eru allar myndir frá því ég var 17 – 18 ára.

KAUPMANNAHÖFN!

Í dag er ég að flytja til Kaupmannahafnar, og ég finn mig rólega ætla kasta upp af spenningi.

Ég get ekki beðið, ég veit ekki hvernig það verður með net, en ætli ég finni mér ekki kósý kaffihús.

WOOHOO!

OLD PHOTOGRAPHY.

Ég rakst óvart á margar af gömlu myndunum mínum og mér fannst það svo skrýtið, en auðvitað æðislegt líka! Ég datt í svaka nostalgíu-kast og hlustaði á gömul lög sem ég hafði skýrt myndirnar eftir. Þetta var a trip down memory lane og margar minningar og hugsanir kviknuðu. Þvílík synd að margar af þessum myndum eru glataðar í fullri upplausn eftir að flakkarinn minn krassaði.

Mér datt þó í hug að deila með ykkur nokkrum af þessum myndum. Ég var mikið í creative self-portraits áður en ég byrjaði að vinna við ljósmyndun.

Þessar myndir eru teknar þegar ég er 16 – 17 ára.

Enjoy!

Pínu skrýtin tilfinning að fara yfir þær allar – ég verð að viðurkenna. En mjög mjög skemmtileg á sama tíma!

Tilbúinn í hlaupið!

Á þriðjudaginn er ég að flytja til Kaupmannahafnar og ég hlakka svo til. Er að flytja með góðri vinkonu minni eftir við deildum saman þeirri reynslu að við fórum í frí þangað í sumar og vildum hreinlega ekki fara þaðan.

Svo í sameiningu ákváðum við að við mundum finna okkur íbúð og taka stökkið og leita af ævintýrum.

Ég var vafrandi um á Fifth Avenue í New York á fimmtudaginn einn með sjálfum mér og fjárfesti í hlaupaskóm til að skokka um í garðinum við hliðin á íbúðinni okkar, spennandi spennandi!

Kveðja Helgi