Það er fátt sem ég styð eins mikið og þegar fólk skapar frá eigin höfði. Bergrún Íris er svo heppin að vera gædd miklum hæfileikum. Sköpunar og listarhæfileikum. Ég er búinn að fylgjast með henni þegar hún kom á Instagram með verkin sín og finnst mér rosalega gaman að skoða allt sem hún setur inn. Það er eitthvað við persónuleg verk, og verk sem hægt er að gera svo ótrúlega persónuleg heillar mig, það er fátt betra en fá gjafir sem eru einstakar.
Hún er allskonar listakona, hún myndskreytir herbergi, bækur, sína eigin hönnun ásamt svo mörgu öðru.
Verkin hennar eru bara eitthvað svo ný og spennandi. Alveg fáranlega skemmtilegt. Ég er svo gott sem orðin barnaáhugamanneskja síðan elsku hjartans systurdóttir mín kom í heiminn, svo þessir loftbelgir fannst mér vera einstaklega flottir.
Hér eru verkin hennar:
Hér er síða Bergrúnar og HÉR er Facebook Óskalistanns
x
Skrifa Innlegg