Ég er svo mikil kuldaskræfa og núna fyrst er farið að verða kalt í Kaupmannahöfn. Ég hef mikið hugsað hversu mikið mig langar í nýja úlpu. Ég á nokkrar, ég á reyndar nokkuð margar. En mér finnst ég aldrei eiga nóg af jökkum eða úlpum.
Í vor labbaði ég í tískusýningu fyrir 66° Norður og fékk frá þeim úlpu sem heitir Arnarhóll og ég er svo ótrúlega ánægður með hana að ég fór að vafra um á 66°Norður síðunni og rakst á nokkrar sem gripu athyglina mína.
Þetta er Arnarhóll Special edition sem ég fékk í vor. Hún er æðisleg og er svo gott sem ástfanginn af henni – mín er reyndar í dökkblá.
En hér eru þær sem gripu athygli mína og þær sem ég leyfi mér að dreyma um;
Það er heimskulegt hvað ég elska yfirhafnir, ég veit að þegar veskið leyfir, þá fer megnið peningunum mínum í svoleiðis.
Mér finnst þessar einstaklega fallegar, úlpur úlpur – yfirhafnir yfirhafnir!
Skrifa Innlegg