fbpx

Ósætti mitt varðandi síðasta þátt af Ljósmyndakeppni Íslands.

Dagurinn er þá kominn, dagurinn sem þessi tiltekni þáttur af Ljósmyndakeppni Íslands var sýndur. Þetta hefur kraumað í mér síðan upptökurnar fóru fram og loksins eftir að þátturinn hefur verið sýndur hef ég loksins málfrelsið til að tjá pirring minn gagngvart þeim ummælum sem fóru fram þessum þætti þar sem við keppendur fengum verkefnið “Auglýsingar”.

Ég er ekki þekktur fyrir að sitja þegjandi þegar mér mislíkar eitthvað eða í þessu tilfelli töluvert meira en að mislíka.

Í þessum þætti fengum við eins og þið sem fylgist með vitið, eina og hálfa klukkustund til klára verkefnið. Gott og blessað, það er kannski ekki það sem skiptir máli. Skemmtileg áskorun.

Dómnefndin var á sínum stað og gestadómari þáttarins var enginn annar en Ari Magg.

Á myndinni fékk ég fótboltamanninn Hólmbert Briem Friðjónsson til að sitja fyrir í þessu auglýsingarverkefni. Maðurinn er fyrir ykkur sem ekki vitið hver er, einn myndarlegasti maður á þessu fína landi okkar.

Í sjónvarpi fyrir framan íbúa landsins, birtist myndin mín uppá skjárinn og ætlast ég eftir að fá dóma á myndina.

Í staðinn fékk Hólmbert, strákurinn sem gerði mér þann góða greiða til að hjálpa og bjarga mér í þessu verkefni, niðrandi komment varðandi útlit hans. Ara Magg mislíkaði andlitsdrætti hans og jú, gaf sér það bessaleyfi til að segja í sjónvarpi að módelið mitt, liti út eins og dragdrottning. Og ekki nóg með það, þá halda dómarar áfram að dæma útlit hans á neikvæðan máta er við keppendurnir biðum baksviðs.

Hvað hef ég að segja? Jú, mér er fyrst þykir þetta bæði ófagmannlegt og heimskulegir dómar. Dómarar í ljósmyndakeppni eiga að mínu mati að dæma útfærslu myndarinnar en ekki útlit einstaklings, þá sérstaklega í sjónvarpi. Andstyggilegt og lítið tillit tekið til tilfinninga annarra.

Þessi ummæli og almennu dómarnir sem fara um í þessum þætti segja jú meira um einstaklinginn sjálfan en nokkuð annað. Fólk skal hafa það í huga.

Ég vil  þó segja að þeir uppbyggilegu og jákvæðu dómar sem við keppendur fáum eru frábærir þó ótrúlega fáir séu, en ég mundi segja að það móti mann betur að fá uppbyggilega dóma, hvað má bæta og breyta gerir manni meira gagn þegar að kemur að mótast sem ljósmyndari. Semsagt ósammála því er Hallgerður dómari sagði í viðtali við hana á mbl.is  þar sem hún segir;

„Það er ekkert elsku mamma hjá okkur,“ segir hún. „Rjómagagnrýni gerir engum manni gagn og þess vegna segjum við það sem okkur finnst. Við settum okkur ekki í neinar stellingar, erum bara við sjálf.”

Sem kemur greinilega í ljós í þáttunum. Er þó sammála þeim ummælum sem fylgdi eftir:

„Annars er best að áhorfendur dæmi frammistöðu okkar.“ 

Í lokin vona ég að Hólmbert fái afsökunarbeðni frá Ara Magnússyni varðandi þessa niðrandi ummæli í garð hans.

Takk fyrir mig.

ljosmyndakeppni

Nýtt & nammi!

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. K

    12. April 2013

    Þú ert flottur – segir bara það sem þér finnst. Þannig á fólk að vera.. þú átt ekki að sættast á við svona ummæli & því ekkert að því að mótmæla og krefjast afsökunarbeiðni.

    Hvort sem þú hefur rétt fyrir þér eða ekki, þá tek ég ofan fyrir þér fyrir það eitt að segja það sem þér finnst og standa með sjálfum þér.

    Húrra fyrir engri meðvirkni!

  2. Helga Eir

    12. April 2013

    Sammála karlinn minn – það má gagnrýna myndina, en ljótt finnst mér að setja út á útlit einstaklingsins á myndinni.

    ps. mig langar að sjá myndina!

  3. Berglind

    16. April 2013

    Gott að heyra einhvern annan vera þeirrar skoðunar að gagnrýni eigi að vera uppbyggileg og jákvæð enda er þetta að rýna til gagns :-)

  4. Hulda

    6. May 2013

    Var hann samt ekki meira að setja út á hvað módelið væri alltof mikið farðað? tók því nú meira þannig en að hann væri að setja út á útlit stráksins