Noh .. vegna mikillar örvæntingar og rústað mannorð Abercrombie & Fitch gaf fyrirtækið út tilkynningu um að fyrirtækið mun nú vera með “plus size” stærðir en fyrirtækið sökk hratt niður á botninn eftir að yfirmaður fyrirtækisins, Mike Jeffries gaf frá sér tilkynningu þar sem hann gaf skýrt til kynna að aðeins fallegt fólk sem á mikið af vinum ættu ganga í fötunum þeirra og hinir sem ekki voru inní þessum flokki hreinlega ættu ekki heima í merkinu. Eftir og fyrir það hafði fyrirtækið skotið sig í fótinn oftar en einu sinni, og oftar en tvisvar ..
Fyrirtækið er augljóslega mjög desperate fjárhagslega, enda sölur fatnaðarins (skiljanlega) síhrapandi. Það að keðjan bjóði nú uppá stærri stærðir en hún gerði áður, þá finnst mér það vera lélegur plástur á öll þau “fuck up” sem Abercrombie & Fitch hefur stundað í gegnum tíðina. Fyrir forvitna, HÉR getiði fundið upplýsingar um fyrrinefnd “fuck up”. Þar má nefna rasisma, sexisma og jafnvel pedófælisma.
Abercrombie & Fitch – never cool, never will be.
Peace!
Skrifa Innlegg