fbpx

OHH ERUÐI AÐ GRÍNAST?

ÍSLANDJÓLSEYÐISFJÖRÐUR

Án djóks, eruði að gríííííííínast hvað þessir snjór er geggjaður. Ég er sjö ára aftur. Ég neita að vera fullorðinn akkúrat núna. Mig langar að beila á öllu til að vera úti að leika að gefa barninu í mér þessa útrás. Ég er alveg búinn að gleyma hvað vetrar á Íslandi eru magnaðir. Þetta er nákvæmlega það sem ég saknaði þegar ég bjó í Kaupmannahöfn, vetrarnir voru bara gráir, stundum heiðskýrt jújú, gnístandi inní bein rakakaldir og bara almennt þungir. Akkúrat núna er ég á Seyðisfirði, það eru nokkrir mánuðir í næstu sólargeisla en ég er að springa úr D vítamíni. Snjórinn er svo dreamy, það er svo gaman að gera snjóhús og grafa og hoppa í skaflana. Við megum eiginlega ekki gleyma að við fáum þetta. Við fáum snjó sem við getum leikið okkur í. Það er engin afsökun að fara ekki út að leika í snjónum, við erum öll bara börn í fullorðnislíkömum. Og sérstaklega að lifa í gegnum unga fólkið. Æ í alvöru. Ég elska þetta svo mikið. Ég er í svo miklu þakklætis og vá kasti. Shit, eruði að grínast hvað þetta er næs?

SKEMMTIÐ YKKUR VEL!!

JÓLA-NAMMIÐ Í ÁR - PANDA

Skrifa Innlegg