Þegar ég var á Íslandi hringdi ég eldsnöggt í Kollu vinkonu til að heyra í henni hljóðið og hún hvatti mig endilega koma í lunch strax eftir 5 mínútur þar sem hún og mamma hennar voru að fara borða saman.
Staðurinn sem hún var að fara hét Local og ég vissi í rauninni ekki í hvað ég var að fara, falin paradís í Borgartúninu.
Þar uppgvötaði ég veitingarstaðinn, Local.
Endalaust að velja, endalaust að slefa yfir. Fyrsta salatið sem varð fyrir valinu var Sushi salatið þeirra, hands down besta salat sem ég hef smakkað. Ég var pínu skeptískur fyrst, en .. hjálpi mér, ég held að ég hafi meiri segja sleikt skálina þetta var svo gott.
Fyrsta heimsóknin;
Og næsta dag ætlaði ég á Krua Thai, en ég gat eiginlega ekki hætt að hugsa um matinn sem ég borðaði þarna svo ..
Ég dróg Díönu með mér daginn eftir;
Local Green með kjúkling.
Boost með lime, myntu, spínati og engifer. Einum of góður.
Næst ætla ég að kaupa heilaköku af þessu – nammi án samvisku! Anskotinn hvað þetta er gott.
Helga Gabríela vann að matseðlinum og kann svo sannarlega sitt fag!
Ég mæli innilega með þessum stað, ertu að grínast hvað ég mæli með honum.
Njótiði vel!
Skrifa Innlegg